Barist um stoltið, söguna og milljarða Tómas Þór Þórðarso skrifar 2. maí 2015 08:00 Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. vísir/Getty Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti