Barist um stoltið, söguna og milljarða Tómas Þór Þórðarso skrifar 2. maí 2015 08:00 Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. vísir/Getty Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sjá meira
Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt.
Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sjá meira