Finnur Freyr: Sætti mig strax við pressuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Finnur Freyr Stefánsson með bikarinn sem verður áfram í KR-heimilinu við Frostaskjól næsta árið hið minnsta. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira