Kátust, sterkust, sætust Rikka skrifar 5. maí 2015 14:00 Allra best reynist að borða sitt lítið af hverju Vísir/Getty Það er flestum ljóst að við Íslendingar innbyrðum allt of mikið af sykri. Talið er að hver einstaklingur innbyrði að meðaltali eitt kíló af sykri vikulega, sem verða þá 52 kíló á ársgrundvelli. Ef skoðaðar eru upplýsingar úr rannsóknum á sykurneyslu fyrri ára virðist ekkert lát vera á neyslunni, þvert á móti er hún að aukast. Við Íslendingar höfum státað okkur af því að eiga sterkustu karlmennina, fallegustu konurnar og nýlega lentum við í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heiminum en metin eru ekki upptalin því við getum státað okkur af því, eða ekki, að eiga Norðurlandamet í sykurneyslu.Hvað er sykur? Hvítur sykur eða súkrósi er tvísykra samsett úr frúktósa eða ávaxtasykri og glúkósa eða þrúgusykri. Líkaminn nýtir glúkósa sem orkugjafa líkt og bíll þarf bensín eða rafmagn, ef því er að skipta, en lifrin þarf að breyta ávaxtasykrinum í glúkósa til þess að líkaminn geti nýtt hann sem skyldi. Ef sykurs, og þá sérstaklega ávaxtasykurs, er neytt í óhófi veldur það töluverðu álagi á lifrina sem getur leitt til offitu, kransæðasjúkdóma og sykursýki.Ávextir á bannlista? Nú gætu margir talið að allir ávextir væru komnir á bannlista vegna ávaxtasykursins en svo er hreint alls ekki raunin. Tökum til dæmis fyrir eitt gott dásamlega safaríkt epli. Það inniheldur fyrrnefndan ávaxtasykur en einnig trefjar og önnur næringarefni. Trefjar gera líkamanum gott og hægja meðal annars á upptöku sykurs í blóðrásinni og hafa jákvæð áhrif á meltinguna svo fátt eitt sé nefnt. Ávextir eru því að þessu leyti ekki á bannlista en það er eins með þá og aðrar fæðutegundir að þeirra ber að njóta í hófi og í sem fjölbreyttustu formi.Hvað með ávaxtasafa? Þá komum við að ávaxtasöfunum. Höldum okkur við eplið góða sem dæmi. Þegar búið er að flysja eplið og skutla því í gegnum safapressu, hvað er þá eftir? Ávaxtasykurinn fór ekki neitt en trefjarnar fóru í ruslið. Hver er þá hollustan við að drekka ávaxtasafa út í eitt? Maður spyr sig. Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er flestum ljóst að við Íslendingar innbyrðum allt of mikið af sykri. Talið er að hver einstaklingur innbyrði að meðaltali eitt kíló af sykri vikulega, sem verða þá 52 kíló á ársgrundvelli. Ef skoðaðar eru upplýsingar úr rannsóknum á sykurneyslu fyrri ára virðist ekkert lát vera á neyslunni, þvert á móti er hún að aukast. Við Íslendingar höfum státað okkur af því að eiga sterkustu karlmennina, fallegustu konurnar og nýlega lentum við í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heiminum en metin eru ekki upptalin því við getum státað okkur af því, eða ekki, að eiga Norðurlandamet í sykurneyslu.Hvað er sykur? Hvítur sykur eða súkrósi er tvísykra samsett úr frúktósa eða ávaxtasykri og glúkósa eða þrúgusykri. Líkaminn nýtir glúkósa sem orkugjafa líkt og bíll þarf bensín eða rafmagn, ef því er að skipta, en lifrin þarf að breyta ávaxtasykrinum í glúkósa til þess að líkaminn geti nýtt hann sem skyldi. Ef sykurs, og þá sérstaklega ávaxtasykurs, er neytt í óhófi veldur það töluverðu álagi á lifrina sem getur leitt til offitu, kransæðasjúkdóma og sykursýki.Ávextir á bannlista? Nú gætu margir talið að allir ávextir væru komnir á bannlista vegna ávaxtasykursins en svo er hreint alls ekki raunin. Tökum til dæmis fyrir eitt gott dásamlega safaríkt epli. Það inniheldur fyrrnefndan ávaxtasykur en einnig trefjar og önnur næringarefni. Trefjar gera líkamanum gott og hægja meðal annars á upptöku sykurs í blóðrásinni og hafa jákvæð áhrif á meltinguna svo fátt eitt sé nefnt. Ávextir eru því að þessu leyti ekki á bannlista en það er eins með þá og aðrar fæðutegundir að þeirra ber að njóta í hófi og í sem fjölbreyttustu formi.Hvað með ávaxtasafa? Þá komum við að ávaxtasöfunum. Höldum okkur við eplið góða sem dæmi. Þegar búið er að flysja eplið og skutla því í gegnum safapressu, hvað er þá eftir? Ávaxtasykurinn fór ekki neitt en trefjarnar fóru í ruslið. Hver er þá hollustan við að drekka ávaxtasafa út í eitt? Maður spyr sig.
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira