Heimskulegur hatursáróður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 29. apríl 2015 08:30 Það er svo sorglegt hvað það er mikið hatur í gangi í samfélaginu. Það er hreint ótrúlegt að árið 2015 sé í alvörunni verið að rökræða um rétt á hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Ég satt best að segja hélt við værum komin lengra. Á sama tíma og Gylfi Ægisson, sem einu sinni var þekktur fyrir að vera hress söngvari, berst gegn því að börn séu frædd um samkynhneigð og vill vernda börn fyrir Gleðigöngu hinsegin daga, þá er sjötug kona í Kópavogi að angra afkomendur sína með múslimahatri sínu. Ég las fyrir skemmstu viðtal við konuna þar sem hún sagði múslima vera morðóða brjálæðinga. Gylfi segir börnin skaðast af fræðslu um samkynhneigð og einhverra hluta vegna virðist stór hluti þeirra sem eru á móti þessari fræðslu telja að um verklega kynlífsfræðslu sé að ræða. Gylfi hefur meira segja gengið svo langt að líkja fræðslunni við vítisvist drengja í Breiðuvík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það gerði hann á Facebook-síðu sinni í gær. Það er ekki bara heimskulegt heldur gerir það hreinlega lítið úr þeim hryllingi sem drengirnir þar þurftu að þola. Í símatíma á Útvarpi Sögu loga svo allar línur og fólk frussar út úr sér misgáfulegum og oft og tíðum hatursfullum ummælum um ákveðna þjóðfélagshópa. Múslima, samkynhneigða og guð má vita hvað. Hvaðan kemur þetta fólk? Og af hverju hagar það sér svona? Og flest er þetta fólk komið yfir miðjan aldur. Allavega heyri ég engan af minni kynslóð eða kynslóðunum í kring spúa út úr sér svona hatursfullum ummælum. Það er eldra fólk, sem okkur er kennt að bera virðingu fyrir, sem heldur úti þessum stanslausa hatursáróðri. Mikið vona ég að ég verði ekki svona þegar ég er komin yfir miðjan aldur. Angrandi afkomendur mína með hatursfullum fullyrðingum um hluti sem ég veit ekkert um. Þetta fólk ætti að læra að skammast sín og reyna að læra af þeim sem yngri eru. Til dæmis umburðarlyndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Það er svo sorglegt hvað það er mikið hatur í gangi í samfélaginu. Það er hreint ótrúlegt að árið 2015 sé í alvörunni verið að rökræða um rétt á hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Ég satt best að segja hélt við værum komin lengra. Á sama tíma og Gylfi Ægisson, sem einu sinni var þekktur fyrir að vera hress söngvari, berst gegn því að börn séu frædd um samkynhneigð og vill vernda börn fyrir Gleðigöngu hinsegin daga, þá er sjötug kona í Kópavogi að angra afkomendur sína með múslimahatri sínu. Ég las fyrir skemmstu viðtal við konuna þar sem hún sagði múslima vera morðóða brjálæðinga. Gylfi segir börnin skaðast af fræðslu um samkynhneigð og einhverra hluta vegna virðist stór hluti þeirra sem eru á móti þessari fræðslu telja að um verklega kynlífsfræðslu sé að ræða. Gylfi hefur meira segja gengið svo langt að líkja fræðslunni við vítisvist drengja í Breiðuvík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það gerði hann á Facebook-síðu sinni í gær. Það er ekki bara heimskulegt heldur gerir það hreinlega lítið úr þeim hryllingi sem drengirnir þar þurftu að þola. Í símatíma á Útvarpi Sögu loga svo allar línur og fólk frussar út úr sér misgáfulegum og oft og tíðum hatursfullum ummælum um ákveðna þjóðfélagshópa. Múslima, samkynhneigða og guð má vita hvað. Hvaðan kemur þetta fólk? Og af hverju hagar það sér svona? Og flest er þetta fólk komið yfir miðjan aldur. Allavega heyri ég engan af minni kynslóð eða kynslóðunum í kring spúa út úr sér svona hatursfullum ummælum. Það er eldra fólk, sem okkur er kennt að bera virðingu fyrir, sem heldur úti þessum stanslausa hatursáróðri. Mikið vona ég að ég verði ekki svona þegar ég er komin yfir miðjan aldur. Angrandi afkomendur mína með hatursfullum fullyrðingum um hluti sem ég veit ekkert um. Þetta fólk ætti að læra að skammast sín og reyna að læra af þeim sem yngri eru. Til dæmis umburðarlyndi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun