Búðu til orkustöng sigga dögg skrifar 24. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Í nútímamataræði skortir fólk oft trefjar og góðan bita í millimál Þessa getur þú tekið með þér í vinnuna og sent börnin með sem nesti í skólann.Fíkju- og döðluorkustöng2 msk. kókosolía1½ bolli hafrar1 bolli og 3 msk. pistasíur¼ vanillubaunaduft (getur notað tsk. af vanilludropum)1 bolli þurrkaðar fíkjur, saxaðar1 bolli þurrkaðar sveskjur½ tsk. appelsínubörkur1 msk. appelsínusafi1 tsk. sjávarsaltdass af kanil (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200 gráður. Taktu bökunarplötu og klæddu með smjörpappír. Hitaðu kókosolíuna í pönnu á miðlungshita, bættu höfrunum við og hrærðu þar til verður gullinbrúnt. Skelltu þessu á disk og í frysti til að kæla. Malaðu 3 msk. pistasíur í matvinnsluvél þar til verður að fínu dufti og geymdu, þú notar þetta í lokin. Skelltu vanilluduftinu, fíkjunum, sveskjunum, saltinu, hálfum bolla af pistasíum, appelsínuberki og safa og 2 msk. af vatni út í og blandaðu vel saman. Skelltu þessu í stóra skál og taktu hafrablönduna úr frysti og skelltu út í. Grófsaxaðu hálfan bolla af pistasíuhnetum og settu út í blönduna og blandaðu saman. Bleyttu hendurnar og hnoðaðu þetta og sléttu úr á bökunarplötunni. Sáldraðu fínsöxuðu pistasíuhnetunum yfir og bakaðu í 25 mínútur. Þessi uppskrift gefur af sér tólf orkustangir sem geymast í allt að tvær vikur í loftþéttum umbúðum. Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið
Í nútímamataræði skortir fólk oft trefjar og góðan bita í millimál Þessa getur þú tekið með þér í vinnuna og sent börnin með sem nesti í skólann.Fíkju- og döðluorkustöng2 msk. kókosolía1½ bolli hafrar1 bolli og 3 msk. pistasíur¼ vanillubaunaduft (getur notað tsk. af vanilludropum)1 bolli þurrkaðar fíkjur, saxaðar1 bolli þurrkaðar sveskjur½ tsk. appelsínubörkur1 msk. appelsínusafi1 tsk. sjávarsaltdass af kanil (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200 gráður. Taktu bökunarplötu og klæddu með smjörpappír. Hitaðu kókosolíuna í pönnu á miðlungshita, bættu höfrunum við og hrærðu þar til verður gullinbrúnt. Skelltu þessu á disk og í frysti til að kæla. Malaðu 3 msk. pistasíur í matvinnsluvél þar til verður að fínu dufti og geymdu, þú notar þetta í lokin. Skelltu vanilluduftinu, fíkjunum, sveskjunum, saltinu, hálfum bolla af pistasíum, appelsínuberki og safa og 2 msk. af vatni út í og blandaðu vel saman. Skelltu þessu í stóra skál og taktu hafrablönduna úr frysti og skelltu út í. Grófsaxaðu hálfan bolla af pistasíuhnetum og settu út í blönduna og blandaðu saman. Bleyttu hendurnar og hnoðaðu þetta og sléttu úr á bökunarplötunni. Sáldraðu fínsöxuðu pistasíuhnetunum yfir og bakaðu í 25 mínútur. Þessi uppskrift gefur af sér tólf orkustangir sem geymast í allt að tvær vikur í loftþéttum umbúðum.
Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið