Listir og menning drepa konur og börn Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þegar ég starfaði í fyrsta sinn við fjölmiðil sem sumarstarfsmaður á Morgunblaðinu var mér úthlutað verkefni sem fékk mig til að skjálfa á beinunum. Ég átti að hringja í Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og taka hann tali. Ég var rúmlega tvítug, vissi ekkert í minn haus og fattaði því ekki strax að vera hrædd. Ég sat við tölvuna og reiknaði út í kílókaloríum hve stórum hluta af túnfisksamlokunni sem ég hugðist borða í hádegismat ég yrði að leifa ef ég stælist í Snickersið sem einhver hafði skilið eftir á borðinu mínu þegar fréttastjórinn kom til mín. „Það er best að ég vari þig við,“ sagði hann og setti í brýnnar. Það var rétt hjá honum, það voru 250 kaloríur í Snickersinu. Best að láta það vera. „Kári getur verið dálítið hvass.“ Ó, hann var ekki að tala um Snickersið. „Ekki láta þér bregða þótt hann öskri á þig.“ „Öskri?“ „Og kalli þig nöfnum.“ „Nöfnum? Hvernig nöfnum?“ „Illum.“ Ég hafði ekki lengur lyst á Snickersinu. Mig langaði ekki til að láta öskra á mig. Enn síður langaði mig til að láta Kára Stefánsson öskra á mig. Sem áköf grúppía tækni og vísinda bar ég jafnóttablandna virðingu fyrir Kára og páfinn fyrir Guði. Guð og Kári. Kári og Guð. Svipþungir heldri menn með grásprengt skegg og líf mannkynsins í lúkunum. En ég átti engra kosta völ. Ég tók upp tólið og sló inn númer Kára Stefánssonar. Á meðan hringdi bað ég til Alexanders Graham Bell að ekki yrði svarað. Og viti menn. Ég var bænheyrð. Vaktin mín leið og aldrei svaraði Kári. Klukkan sló sex og símtalið varð vandamál einhvers annars. Æ síðan hef ég forðast að verða á vegi Guðs … nei, ég meina Kára. Ef ég sé hann í ræktinni þori ég ekki öðru en að taka krók. En einhvern tímann verða allir að horfast í augu við skapara sinn … nei, ég meina ótta sinn. Eftir að hafa lesið grein eftir Kára Stefánsson í Morgunblaðinu fyrr í vikunni finn ég mig knúna til að standa upp og segja loksins: „Hæ, Kári.“ Grein Kára bar titilinn „Konur og börn í bátana fyrst“. Í henni hvatti hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til að hverfa frá hugmyndum um að klára Hús íslenskra fræða fyrir 1. desember 2018 í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands og nota heldur þá fjármuni sem færu í húsið til að „hlúa að lösnu fólki“. Konum og börnum vill Kári bjarga með því að fjárfesta í jáeindaskanna, byltingarkenndri tækni sem meðal annars er notuð við að greina krabbamein.Ónýtt átfitt á Kaffibarnum Ég var stödd á Kaffibarnum ekki alls fyrir löngu þegar mér var tjáð að ég liti út eins og frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið hugsaði ég þrennt: 1) Ég þarf að endurnýja fataskápinn minn. 2) Sjötta sæti! 3) Ef ég væri frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, hvert væri helsta stefnumálið mitt? Þingkosningar fara fram í Bretlandi eftir þrjár vikur og er kosningabaráttan í algleymingi. Kosningaloforðin dynja á fólki eins og hríðarbylur; skera niður, auka útgjöld, lækka skatta, hækka skatta, einkavæða, þjóðnýta. Eitt mál sameinar hins vegar alla bresku flokkana. Heilbrigðiskerfið skal setja í forgang. Heilbrigðiskerfið virðist íslenskum stjórnmálamönnum ekkert sérstaklega hugleikið. Það rétt kemst inn á topp tíu listann yfir mikilvæg málefni á eftir jarðgöngum, fjölgun seðlabankastjóra og bitlingum handa Palla frænda heima í héraði. Líklega yrði framboð mitt til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins jafndauðadæmt og fataskápurinn minn á Kaffibarnum – en ef til þess kæmi, færi ég að fordæmi Bretanna og setti heilbrigðiskerfið í fyrsta sæti. Það var þess vegna sem ég hrópaði hallelúja og amen þegar ég las grein Kára Stefánssonar um jáeindaskannann. Getur einhver í guðs bænum hugsað um börnin! En svo tóku að renna á mig tvær grímur.Kosninga-lottó Framsóknarflokksins Hvers vegna Hús íslenskra fræða? Af öllum útgjöldum ríkisins, hvers vegna er Hús íslenskra fræða sá kostnaðarliður sem konum og börnum stafar mest hætta af? Það er þjóðarsport hjá okkur Íslendingum að mæra menningu og listir á tyllidögum af svo miklum ákafa að við tökumst næstum á loft. Það er jafnmikið þjóðarsport, þegar hversdagsleikinn tekur við, að afskrifa þá sem fást við slíkt sem tortryggilegar afætur. Sem argasti stuðningsmaður öflugs heilbrigðiskerfis, hátæknisjúkrahúss, rannsókna á sviði læknavísinda, sem aðdáandi afreka Kára Stefánssonar á sviði genarannsókna, verð ég að spyrja: Hvers vegna þurfum við að velja á milli jáeindaskanna og Húss íslenskra fræða? Er ekki eitthvað annað sem mætti víkja? Jarðgöng? Tilgangslaus hugbúnaðarverkefni á Hvammstanga? Eru það ekki heldur tækifærissinnaðir kjósendur sem keyptu sér miða í kosninga-lottói Framsóknarflokksins í von um skuldaniðurfellingu – fúlgu fjár sem hefði nægt til að byggja heilt hátæknisjúkrahús – sem bera ábyrgð á umræddum mannslífum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Þegar ég starfaði í fyrsta sinn við fjölmiðil sem sumarstarfsmaður á Morgunblaðinu var mér úthlutað verkefni sem fékk mig til að skjálfa á beinunum. Ég átti að hringja í Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og taka hann tali. Ég var rúmlega tvítug, vissi ekkert í minn haus og fattaði því ekki strax að vera hrædd. Ég sat við tölvuna og reiknaði út í kílókaloríum hve stórum hluta af túnfisksamlokunni sem ég hugðist borða í hádegismat ég yrði að leifa ef ég stælist í Snickersið sem einhver hafði skilið eftir á borðinu mínu þegar fréttastjórinn kom til mín. „Það er best að ég vari þig við,“ sagði hann og setti í brýnnar. Það var rétt hjá honum, það voru 250 kaloríur í Snickersinu. Best að láta það vera. „Kári getur verið dálítið hvass.“ Ó, hann var ekki að tala um Snickersið. „Ekki láta þér bregða þótt hann öskri á þig.“ „Öskri?“ „Og kalli þig nöfnum.“ „Nöfnum? Hvernig nöfnum?“ „Illum.“ Ég hafði ekki lengur lyst á Snickersinu. Mig langaði ekki til að láta öskra á mig. Enn síður langaði mig til að láta Kára Stefánsson öskra á mig. Sem áköf grúppía tækni og vísinda bar ég jafnóttablandna virðingu fyrir Kára og páfinn fyrir Guði. Guð og Kári. Kári og Guð. Svipþungir heldri menn með grásprengt skegg og líf mannkynsins í lúkunum. En ég átti engra kosta völ. Ég tók upp tólið og sló inn númer Kára Stefánssonar. Á meðan hringdi bað ég til Alexanders Graham Bell að ekki yrði svarað. Og viti menn. Ég var bænheyrð. Vaktin mín leið og aldrei svaraði Kári. Klukkan sló sex og símtalið varð vandamál einhvers annars. Æ síðan hef ég forðast að verða á vegi Guðs … nei, ég meina Kára. Ef ég sé hann í ræktinni þori ég ekki öðru en að taka krók. En einhvern tímann verða allir að horfast í augu við skapara sinn … nei, ég meina ótta sinn. Eftir að hafa lesið grein eftir Kára Stefánsson í Morgunblaðinu fyrr í vikunni finn ég mig knúna til að standa upp og segja loksins: „Hæ, Kári.“ Grein Kára bar titilinn „Konur og börn í bátana fyrst“. Í henni hvatti hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til að hverfa frá hugmyndum um að klára Hús íslenskra fræða fyrir 1. desember 2018 í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands og nota heldur þá fjármuni sem færu í húsið til að „hlúa að lösnu fólki“. Konum og börnum vill Kári bjarga með því að fjárfesta í jáeindaskanna, byltingarkenndri tækni sem meðal annars er notuð við að greina krabbamein.Ónýtt átfitt á Kaffibarnum Ég var stödd á Kaffibarnum ekki alls fyrir löngu þegar mér var tjáð að ég liti út eins og frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið hugsaði ég þrennt: 1) Ég þarf að endurnýja fataskápinn minn. 2) Sjötta sæti! 3) Ef ég væri frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, hvert væri helsta stefnumálið mitt? Þingkosningar fara fram í Bretlandi eftir þrjár vikur og er kosningabaráttan í algleymingi. Kosningaloforðin dynja á fólki eins og hríðarbylur; skera niður, auka útgjöld, lækka skatta, hækka skatta, einkavæða, þjóðnýta. Eitt mál sameinar hins vegar alla bresku flokkana. Heilbrigðiskerfið skal setja í forgang. Heilbrigðiskerfið virðist íslenskum stjórnmálamönnum ekkert sérstaklega hugleikið. Það rétt kemst inn á topp tíu listann yfir mikilvæg málefni á eftir jarðgöngum, fjölgun seðlabankastjóra og bitlingum handa Palla frænda heima í héraði. Líklega yrði framboð mitt til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins jafndauðadæmt og fataskápurinn minn á Kaffibarnum – en ef til þess kæmi, færi ég að fordæmi Bretanna og setti heilbrigðiskerfið í fyrsta sæti. Það var þess vegna sem ég hrópaði hallelúja og amen þegar ég las grein Kára Stefánssonar um jáeindaskannann. Getur einhver í guðs bænum hugsað um börnin! En svo tóku að renna á mig tvær grímur.Kosninga-lottó Framsóknarflokksins Hvers vegna Hús íslenskra fræða? Af öllum útgjöldum ríkisins, hvers vegna er Hús íslenskra fræða sá kostnaðarliður sem konum og börnum stafar mest hætta af? Það er þjóðarsport hjá okkur Íslendingum að mæra menningu og listir á tyllidögum af svo miklum ákafa að við tökumst næstum á loft. Það er jafnmikið þjóðarsport, þegar hversdagsleikinn tekur við, að afskrifa þá sem fást við slíkt sem tortryggilegar afætur. Sem argasti stuðningsmaður öflugs heilbrigðiskerfis, hátæknisjúkrahúss, rannsókna á sviði læknavísinda, sem aðdáandi afreka Kára Stefánssonar á sviði genarannsókna, verð ég að spyrja: Hvers vegna þurfum við að velja á milli jáeindaskanna og Húss íslenskra fræða? Er ekki eitthvað annað sem mætti víkja? Jarðgöng? Tilgangslaus hugbúnaðarverkefni á Hvammstanga? Eru það ekki heldur tækifærissinnaðir kjósendur sem keyptu sér miða í kosninga-lottói Framsóknarflokksins í von um skuldaniðurfellingu – fúlgu fjár sem hefði nægt til að byggja heilt hátæknisjúkrahús – sem bera ábyrgð á umræddum mannslífum?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun