Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 06:00 Hrafn Kristjánsson og Tómas Heiðar Tómasson eftir undirskriftina í Stjörnuheimilinu í Garðabænum í gær. Fréttablaðið/Ernir „Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann. Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
„Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann.
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira