Í fyrsta sæti keppninnar og þarf stuðning þjóðarinnar til að halda sér þar Guðrún Ansnes skrifar 14. apríl 2015 10:00 Stefán Atli er sigurstranglegur en þarf að hafa sig allan við til að halda sér í fyrsta sæti. Vísir/Daníel Örn „Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér. Tónlist Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér.
Tónlist Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira