Á Austurlandi öllu sinna ekki nema fjórir tollverðir og gamall hundur eftirliti með smygli kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Mikill farþegafjöldi fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu. Einkum yfir sumartímann. Stefán segir meiri umferð með Norrænu kalla á meira eftirlit. Smyglarar breyti aðferðum sínum. Sérstaklega þeir stórtæku sem eru viðriðnir skipulagða glæpastarfsemi. Mynd/Tollstjóri Fjórir tollverðir starfa á Austurlandi við tollgæslu og segja heimildarmenn Fréttablaðsins í lögreglunni að á meðan svo er, séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar. Engin leið sé að anna eftirliti með svo fámennri tollgæslu. Umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður í Höfn í Hornafirði. Lagt hefur verið hald á minna magn af hörðum fíkniefnum, kókaíni og amfetamíni á landinu síðustu ár og langt er síðan tekin voru fíkniefni í einhverjum mæli fyrir austan. Síðustu stóru fíkniefnamál sem komu upp fyrir austan áttu það sammerkt að smyglarar reyndu að koma fíkniefnum inn í landið frá höfnum að austan. Tvær þýskar konur á fimmtugsaldri voru handteknar við komuna til landsins með Norrænu 17. júní 2010 og fundust í bifreið þeirra um 20 lítrar af amfetamínbasa. Samkvæmt útreikningum lyfja- og eiturefnafræðinga í því máli var fundið út að framleiða mætti 264 kíló af amfetamíni. Í apríl árið 2009 smygluðu Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Peter Rabe 109 kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki að Djúpavogi. Árið 2008 fundust 190 kíló af hassi falin í húsbíl í Norrænu. Í september 2007 smygluðu þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason og Bjarni Hrafnkelsson 23,5 kg af amfetamíni, 14 kg af ecstasy-dufti og 1.746 e-töflum á skútu frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar. Síðan þá hefur uppskera tollgæslunnar verið lítil. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð þrjú grömm af amfetamíni, 110 grömm af kókaíni og ekkert af ecstasy.Næturbrölt og mikil umferð Stefán Bjargmundsson aðstoðaryfirtollvörður segist myndu vilja hafa að minnsta kosti tvo tollverði til viðbótar við eftirlit. „Það hefur verið reynt að fá fleiri tollverði til starfa, ég myndi auðvitað vilja hafa miklu fleiri, að minnsta kosti tvo til viðbótar. Það er mikið næturbrölt, skip eru að koma á öllum tímum sólahringsins í öllum höfnum umdæmisins, frá Vopnafirði í norðri, á Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, eitthvað kemur á Djúpavog og svo á Höfn í Hornafirði.“ Ástandið hefur verið verra. „Fyrir nokkrum árum var bara einn tollvörður á Seyðisfirði og einn á Eskifirði. Fyrir það var enginn, þá sinntu lögreglan og starfsmenn sýslumanns eftirliti.“Mannekla Stefán segir helstu veikleika í vörnum fyrir austan vera vegna manneklu. Fjórir tollverðir anni ekki eftirliti á svo víðfeðmu svæði en tólf hafnir eru í umdæminu.Mynd/TollstjóriCodie orðinn gömul Einn fíkniefnahundur er á Seyðisfirði sem nýttur er við eftirlit en Stefán segir hann orðinn gamlan og slappan. Ekki er verið að þjálfa annan hund í hans stað. „Það er einn fíkniefnahundur á Seyðisfirði eins og er. Hún orðin gömul, hún Codie,“ segir Stefán og segir annan hund ekki í þjálfun. Stefán metur veikleika í vörnum gegn fíkniefnum fyrst og fremst í mannfæð í tollgæslu á meðan umferð inn og út úr landinu eykst. „Það er fyrst og fremst í því hversu fáir við erum. Fíkniefni geta komið hvernig sem er, með skipum, með flugvélum og hvernig sem er. Landsmenn kannast til dæmis vel við skútumálið. Svo hefur alltaf verið reynt að smygla með Norrænu. Það er töluvert langt síðan við höfum tekið eitthvað að ráði í Norrænu.“Mikil umferð með Norrænu Mikill farþegafjöldi fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu, einkum yfir sumartímann. Norræna siglir nú meira og minna allt árið með fólk, farartæki, vörur og farangur. Stefán segir meiri umferð með Norrænu kalla á meira eftirlit. Smyglarar breyti aðferðum sínum. Sérstaklega þeir stórtæku sem eru viðriðnir skipulagða glæpastarfsemi. „Tímabilið er að lengjast og byrjar af meiri krafti en áður. Fyrir hálfum mánuði fóru þeir að selja, þá komu yfir 300 manns með fyrstu ferjunni og yfir 400 manns með ferð í síðustu viku. Smyglarar eru alltaf að reyna nýjar aðferðir og við þurfum að halda í við það. Þessi venjulegi smásmyglari er ekkert að þróast mikið en þeir sem eru viðloðandi skipulagða brotastarfsemi reyna aðra aðferð þegar þeir eru gripnir.“Smyglað úr landi Tollgæslan hefur töluvert þurft að fylgjast með smygli út úr landinu. „Við höfum gripið mikið af þýfi í Norrænu. Á tímabili voru það rakvélarblöð sem töluverður ávinningur er í að smygla, vélar og verkfæri og fatnaður. Þá kom okkur á óvart þegar við lögðum hald á mikið magn af koparplötum sem átti að flytja úr landi.“Aukning í ferðamannafjölda Störf tollgæslunnar eru umfangsmikil og lúta að sjálfsögðu ekki eingöngu að eftirliti með smygli og fíkniefnaviðskiptum. „Hér er mikill inn- og útflutningur einstaklinga með ferjunni og það þarf líka að sinna því. Við erum mikið í pappírsvinnu því tengdri. Þá er líka meiri skipaumferð vegna útflutnings á makríl og aukningar í uppsjávarveiðum. Það hefur einnig orðið gríðarleg aukning í ferðamannafjölda en tollvörðum ekkert fjölgað. Það á við um allt landið,“ leggur Stefán áherslu á og bendir á höfuðborgina og Keflavíkurflugvöll. Fréttaskýringar Pólstjörnumálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjórir tollverðir starfa á Austurlandi við tollgæslu og segja heimildarmenn Fréttablaðsins í lögreglunni að á meðan svo er, séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar. Engin leið sé að anna eftirliti með svo fámennri tollgæslu. Umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður í Höfn í Hornafirði. Lagt hefur verið hald á minna magn af hörðum fíkniefnum, kókaíni og amfetamíni á landinu síðustu ár og langt er síðan tekin voru fíkniefni í einhverjum mæli fyrir austan. Síðustu stóru fíkniefnamál sem komu upp fyrir austan áttu það sammerkt að smyglarar reyndu að koma fíkniefnum inn í landið frá höfnum að austan. Tvær þýskar konur á fimmtugsaldri voru handteknar við komuna til landsins með Norrænu 17. júní 2010 og fundust í bifreið þeirra um 20 lítrar af amfetamínbasa. Samkvæmt útreikningum lyfja- og eiturefnafræðinga í því máli var fundið út að framleiða mætti 264 kíló af amfetamíni. Í apríl árið 2009 smygluðu Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Peter Rabe 109 kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki að Djúpavogi. Árið 2008 fundust 190 kíló af hassi falin í húsbíl í Norrænu. Í september 2007 smygluðu þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason og Bjarni Hrafnkelsson 23,5 kg af amfetamíni, 14 kg af ecstasy-dufti og 1.746 e-töflum á skútu frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar. Síðan þá hefur uppskera tollgæslunnar verið lítil. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð þrjú grömm af amfetamíni, 110 grömm af kókaíni og ekkert af ecstasy.Næturbrölt og mikil umferð Stefán Bjargmundsson aðstoðaryfirtollvörður segist myndu vilja hafa að minnsta kosti tvo tollverði til viðbótar við eftirlit. „Það hefur verið reynt að fá fleiri tollverði til starfa, ég myndi auðvitað vilja hafa miklu fleiri, að minnsta kosti tvo til viðbótar. Það er mikið næturbrölt, skip eru að koma á öllum tímum sólahringsins í öllum höfnum umdæmisins, frá Vopnafirði í norðri, á Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, eitthvað kemur á Djúpavog og svo á Höfn í Hornafirði.“ Ástandið hefur verið verra. „Fyrir nokkrum árum var bara einn tollvörður á Seyðisfirði og einn á Eskifirði. Fyrir það var enginn, þá sinntu lögreglan og starfsmenn sýslumanns eftirliti.“Mannekla Stefán segir helstu veikleika í vörnum fyrir austan vera vegna manneklu. Fjórir tollverðir anni ekki eftirliti á svo víðfeðmu svæði en tólf hafnir eru í umdæminu.Mynd/TollstjóriCodie orðinn gömul Einn fíkniefnahundur er á Seyðisfirði sem nýttur er við eftirlit en Stefán segir hann orðinn gamlan og slappan. Ekki er verið að þjálfa annan hund í hans stað. „Það er einn fíkniefnahundur á Seyðisfirði eins og er. Hún orðin gömul, hún Codie,“ segir Stefán og segir annan hund ekki í þjálfun. Stefán metur veikleika í vörnum gegn fíkniefnum fyrst og fremst í mannfæð í tollgæslu á meðan umferð inn og út úr landinu eykst. „Það er fyrst og fremst í því hversu fáir við erum. Fíkniefni geta komið hvernig sem er, með skipum, með flugvélum og hvernig sem er. Landsmenn kannast til dæmis vel við skútumálið. Svo hefur alltaf verið reynt að smygla með Norrænu. Það er töluvert langt síðan við höfum tekið eitthvað að ráði í Norrænu.“Mikil umferð með Norrænu Mikill farþegafjöldi fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu, einkum yfir sumartímann. Norræna siglir nú meira og minna allt árið með fólk, farartæki, vörur og farangur. Stefán segir meiri umferð með Norrænu kalla á meira eftirlit. Smyglarar breyti aðferðum sínum. Sérstaklega þeir stórtæku sem eru viðriðnir skipulagða glæpastarfsemi. „Tímabilið er að lengjast og byrjar af meiri krafti en áður. Fyrir hálfum mánuði fóru þeir að selja, þá komu yfir 300 manns með fyrstu ferjunni og yfir 400 manns með ferð í síðustu viku. Smyglarar eru alltaf að reyna nýjar aðferðir og við þurfum að halda í við það. Þessi venjulegi smásmyglari er ekkert að þróast mikið en þeir sem eru viðloðandi skipulagða brotastarfsemi reyna aðra aðferð þegar þeir eru gripnir.“Smyglað úr landi Tollgæslan hefur töluvert þurft að fylgjast með smygli út úr landinu. „Við höfum gripið mikið af þýfi í Norrænu. Á tímabili voru það rakvélarblöð sem töluverður ávinningur er í að smygla, vélar og verkfæri og fatnaður. Þá kom okkur á óvart þegar við lögðum hald á mikið magn af koparplötum sem átti að flytja úr landi.“Aukning í ferðamannafjölda Störf tollgæslunnar eru umfangsmikil og lúta að sjálfsögðu ekki eingöngu að eftirliti með smygli og fíkniefnaviðskiptum. „Hér er mikill inn- og útflutningur einstaklinga með ferjunni og það þarf líka að sinna því. Við erum mikið í pappírsvinnu því tengdri. Þá er líka meiri skipaumferð vegna útflutnings á makríl og aukningar í uppsjávarveiðum. Það hefur einnig orðið gríðarleg aukning í ferðamannafjölda en tollvörðum ekkert fjölgað. Það á við um allt landið,“ leggur Stefán áherslu á og bendir á höfuðborgina og Keflavíkurflugvöll.
Fréttaskýringar Pólstjörnumálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira