Ólafur á leið til Frakklands: Stórt skref fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 06:30 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira