Tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið Tómas Þór Þórðarsn skrifar 24. mars 2015 06:00 Halldór Harri klárar tímabilið með Haukum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur. Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjá meira
„Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjá meira