Samfylkingin er í tilvistarkreppu Sigurjón M. Egilsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Landsfundur Samfylkingarinnar verður settur í fyrramálið. Engum dylst að Samfylkingin á bágt. Flokkurinn var stofnaður til að vera annar af tveimur turnum íslenskra stjórnmála. Í fyrstu blés ágætlega í segl Samfylkingarinnar. Flokkurinn fékk síðan einstakt tækifæri þegar hann var leiddur til forystu. Formaður flokksins varð forsætisráðherra. Síðan hefur hallað undan fæti. Staða flokksins er fjarri settum markmiðum. Þjóðin fyrirgaf honum að hafa verið helmingur hrunstjórnarinnar. Í kosningum eftir hrunið jók flokkurinn fylgi sitt og bætti við sig tveimur þingmönnum, fór úr átján í tuttugu. Nú eru þeir aðeins níu. Og allir eiga þeir sameiginlegt að hafa í kosningunum 2013 tapað þingmönnum, samherjum, í sínum kjördæmum. Allir þingmenn Samfylkingarinnar fóru halloka í kosningunum. Hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, fór einnig illa í þeim kosningum, en hefur ratað aftur á sinn fyrri bás. Landsfundur Samfylkingarinnar er framundan og nokkuð víst er að umboð æðstu forystu flokksins verði endurnýjað, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það getur ekki verið sjálfsagt. Nærri tvö ár eru frá kosningunum afdrifaríku og fylgi flokksins er enn svo langt frá öllum markmiðum að erfitt er að trúa að félagar í flokknum geti sæst á stöðuna. Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins mældist Samfylkingin með rétt rúm sextán prósent sem er einu prósentustigi minna en flokkurinn fékk í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup. Hvað ætli valdi að í slíku árferði séu ekki átök um forystuna? Og málefnin? Hvað ætlar flokkurinn að ræða á fundinum? Samkvæmt dagskránni verða málstofur um sveitarstjórnarmál, hvort Ísland sé best í heimi og þriðja æviskeiðið, það er sextíu ára og eldri, húsnæðismál, kvennahreyfingu og græna netið. Hvað með Evrópusambandið, peningamálin, fjármagnshöftin, krónuna, sjávarútveginn, stjórnarskrána, menntamálin, samgöngurnar, virkjanir og ekki virkjanir, atvinnustefnuna, mannréttindi, byggðastefnu, náttúruna, menninguna? Og svo mætti áfram telja. Samfylkingin virðist kunna vel við sig á áhorfendabekkjunum. Eigi að verða minnsta von til að draumar stofnenda Samfylkingarinnar rætist er ljóst að gera verður betur. Það hlýtur að teljast hart að flokkur sem frá stofnun og fram að síðustu kosningum hafði sautján til tuttugu þingmenn skuli ekki hafa afl til að takast á við stöðuna. Meðan hér situr óvinsæl ríkisstjórn þarf Samfylkingarfólk að horfa á fylgið, sem nú tínist af Framsóknarflokki, fara framhjá. Samfylkingin er ekki að gera það gott þessa dagana. Þegar illa áraði hjá Alþýðuflokknum, einum af forverum Samfylkingarinnar, steig Jón Baldvin Hannibalsson fram og bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni, með þeim rökum að þegar kallinn í brúnni fiskaði ekki, yrði að skipta um formann. Og hafði betur. Í dag gilda greinilega önnur lögmál. Eða er staðan sú að enginn fæst til að fara gegn formanninum? Vill enginn leiða flokkinn í þeim dal sem hann virðist fastur í? Hvað sem því líður skuldar Samfylkingin þjóðinni að koma fram með lausnir, málefni og skarpa framtíðarsýn. Samfylkingin gengst undir stöðupróf um helgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Landsfundur Samfylkingarinnar verður settur í fyrramálið. Engum dylst að Samfylkingin á bágt. Flokkurinn var stofnaður til að vera annar af tveimur turnum íslenskra stjórnmála. Í fyrstu blés ágætlega í segl Samfylkingarinnar. Flokkurinn fékk síðan einstakt tækifæri þegar hann var leiddur til forystu. Formaður flokksins varð forsætisráðherra. Síðan hefur hallað undan fæti. Staða flokksins er fjarri settum markmiðum. Þjóðin fyrirgaf honum að hafa verið helmingur hrunstjórnarinnar. Í kosningum eftir hrunið jók flokkurinn fylgi sitt og bætti við sig tveimur þingmönnum, fór úr átján í tuttugu. Nú eru þeir aðeins níu. Og allir eiga þeir sameiginlegt að hafa í kosningunum 2013 tapað þingmönnum, samherjum, í sínum kjördæmum. Allir þingmenn Samfylkingarinnar fóru halloka í kosningunum. Hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, fór einnig illa í þeim kosningum, en hefur ratað aftur á sinn fyrri bás. Landsfundur Samfylkingarinnar er framundan og nokkuð víst er að umboð æðstu forystu flokksins verði endurnýjað, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það getur ekki verið sjálfsagt. Nærri tvö ár eru frá kosningunum afdrifaríku og fylgi flokksins er enn svo langt frá öllum markmiðum að erfitt er að trúa að félagar í flokknum geti sæst á stöðuna. Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins mældist Samfylkingin með rétt rúm sextán prósent sem er einu prósentustigi minna en flokkurinn fékk í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup. Hvað ætli valdi að í slíku árferði séu ekki átök um forystuna? Og málefnin? Hvað ætlar flokkurinn að ræða á fundinum? Samkvæmt dagskránni verða málstofur um sveitarstjórnarmál, hvort Ísland sé best í heimi og þriðja æviskeiðið, það er sextíu ára og eldri, húsnæðismál, kvennahreyfingu og græna netið. Hvað með Evrópusambandið, peningamálin, fjármagnshöftin, krónuna, sjávarútveginn, stjórnarskrána, menntamálin, samgöngurnar, virkjanir og ekki virkjanir, atvinnustefnuna, mannréttindi, byggðastefnu, náttúruna, menninguna? Og svo mætti áfram telja. Samfylkingin virðist kunna vel við sig á áhorfendabekkjunum. Eigi að verða minnsta von til að draumar stofnenda Samfylkingarinnar rætist er ljóst að gera verður betur. Það hlýtur að teljast hart að flokkur sem frá stofnun og fram að síðustu kosningum hafði sautján til tuttugu þingmenn skuli ekki hafa afl til að takast á við stöðuna. Meðan hér situr óvinsæl ríkisstjórn þarf Samfylkingarfólk að horfa á fylgið, sem nú tínist af Framsóknarflokki, fara framhjá. Samfylkingin er ekki að gera það gott þessa dagana. Þegar illa áraði hjá Alþýðuflokknum, einum af forverum Samfylkingarinnar, steig Jón Baldvin Hannibalsson fram og bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni, með þeim rökum að þegar kallinn í brúnni fiskaði ekki, yrði að skipta um formann. Og hafði betur. Í dag gilda greinilega önnur lögmál. Eða er staðan sú að enginn fæst til að fara gegn formanninum? Vill enginn leiða flokkinn í þeim dal sem hann virðist fastur í? Hvað sem því líður skuldar Samfylkingin þjóðinni að koma fram með lausnir, málefni og skarpa framtíðarsýn. Samfylkingin gengst undir stöðupróf um helgina.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun