Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. Fréttablaðið/GVA Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira