Sólstrandargæi í snjó á Sauðárkróki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 06:30 Israel Martin var kjörinn besti þjálfarinn. Hér talar hann við sína menn í Tindastól. Fréttablaðið/Andri Marinó Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti