Hinn grái hversdagsleiki Stjórnarmaðurinn skrifar 18. mars 2015 12:00 Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira