Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2015 08:00 Tímabilið er búið hjá Þorgerði Önnu Atladóttur. Vísir/Anton „Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira