Grundvallarspurningar um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 11. mars 2015 10:15 Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira