Eins og við værum allar í sömu hreyfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 07:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir bjóða hér bikarinn velkominn í Gróttu með vænum kossum. Á bak við þær bíða liðsfélagarnir eftir því að þær lyfti bikarnum hátt á loft. Vísir/Þórdís Inga Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira