18.000 ástæður fyrir fordómum Bakþankar skrifar 28. febrúar 2015 07:00 Ég er ekki fordómafull kona. Er eiginlega frekar fordómalítil gagnvart lífsháttum ýmiss konar. Með einni mjög afgerandi undantekningu. Til er sá hópur fólks sem fær blóð mitt til að þjóta um æðarnar af hreinum pirringi og fullkomnu óþoli. Þetta gengur svo langt að ég þarf að nota trixið um að telja upp að tíu til að æpa ekki þegar þetta fólk hefur borist í tal í umræðunni undanfarna daga. Þessir fordómar mínir beinast sem sagt að fólki sem lætur ekki bólusetja börnin sín. Ég hef reynt að bera virðingu fyrir hræðslunni um mögulega áhættu vegna bólusetninga fyrir litla kroppa. Ég er samt svo fordómafull að mér er alveg nákvæmlega sama um þau rök. Alveg sama, því að eina ástæðan fyrir því að þessi rök eru yfir höfuð uppi á borðum er sú að flestir aðrir láta bólusetja börnin sín og vernda með því börn þeirra sem gera það ekki. Alveg sama, því sú lúxusafstaða – í skjóli og boði okkar hinna – bliknar í samanburði við hættuna af sjúkdómunum sem er bólusett gegn. Alveg sama, af því að bólusetningar eru eitt af læknavísindaafrekum síðustu aldar sem hafa losað okkur við sjúkdóma á borð við mislinga og kíghósta. (Ja, þangað til núna þegar sjúkdómar sem við vorum svo gott sem búin að drepa eru aftur farnir að skjóta upp kollinum. Klapp fyrir okkur.) Alveg sama, þegar ástæður fyrir bólusetningu eru einfaldlega sirka átján þúsund á móti kannski þremur áhættuþáttum. Ég get reynt að sýna því skilning að auðvitað eigi foreldrar að ráða sem allra mestu um velferð barna sinna. En það er ekki svo að foreldrar séu með þessu einungis að setja sín börn í hættu. Þeir eru að setja annarra börn í hættu. Börn sem geta ekki varið sig. Og það er óásættanlegt. Svo óásættanlegt að frelsispési eins og ég sem vill helst hafa færri reglur en fleiri er alvarlega að íhuga að styðja við að bólusetningar verði lögbundnar. Því að í mínum huga er þessu fólki annars guðvelkomið að halda sig bara í einangrun í Hrísey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Ég er ekki fordómafull kona. Er eiginlega frekar fordómalítil gagnvart lífsháttum ýmiss konar. Með einni mjög afgerandi undantekningu. Til er sá hópur fólks sem fær blóð mitt til að þjóta um æðarnar af hreinum pirringi og fullkomnu óþoli. Þetta gengur svo langt að ég þarf að nota trixið um að telja upp að tíu til að æpa ekki þegar þetta fólk hefur borist í tal í umræðunni undanfarna daga. Þessir fordómar mínir beinast sem sagt að fólki sem lætur ekki bólusetja börnin sín. Ég hef reynt að bera virðingu fyrir hræðslunni um mögulega áhættu vegna bólusetninga fyrir litla kroppa. Ég er samt svo fordómafull að mér er alveg nákvæmlega sama um þau rök. Alveg sama, því að eina ástæðan fyrir því að þessi rök eru yfir höfuð uppi á borðum er sú að flestir aðrir láta bólusetja börnin sín og vernda með því börn þeirra sem gera það ekki. Alveg sama, því sú lúxusafstaða – í skjóli og boði okkar hinna – bliknar í samanburði við hættuna af sjúkdómunum sem er bólusett gegn. Alveg sama, af því að bólusetningar eru eitt af læknavísindaafrekum síðustu aldar sem hafa losað okkur við sjúkdóma á borð við mislinga og kíghósta. (Ja, þangað til núna þegar sjúkdómar sem við vorum svo gott sem búin að drepa eru aftur farnir að skjóta upp kollinum. Klapp fyrir okkur.) Alveg sama, þegar ástæður fyrir bólusetningu eru einfaldlega sirka átján þúsund á móti kannski þremur áhættuþáttum. Ég get reynt að sýna því skilning að auðvitað eigi foreldrar að ráða sem allra mestu um velferð barna sinna. En það er ekki svo að foreldrar séu með þessu einungis að setja sín börn í hættu. Þeir eru að setja annarra börn í hættu. Börn sem geta ekki varið sig. Og það er óásættanlegt. Svo óásættanlegt að frelsispési eins og ég sem vill helst hafa færri reglur en fleiri er alvarlega að íhuga að styðja við að bólusetningar verði lögbundnar. Því að í mínum huga er þessu fólki annars guðvelkomið að halda sig bara í einangrun í Hrísey.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun