Frændfélögin á leið í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2015 06:00 Haukar fagna. vísir/daníel Frændfélögin Valur og Haukar hafa verið mikil bikarlið á síðustu árum og það verður ekki mikil breyting á því ef spámenn Fréttablaðsins hafa rétt fyrir sér enda búast þeir við að liðin mætist í úrslitaleiknum á laugardaginn. Liðin hans séra Friðriks eiga bæði möguleika á því að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil á stuttum tíma, Haukar frá og með 2010 og Valsmenn frá og með 2008. Haukar eru núverandi bikarmeistarar og hafa náð því að verja bikarmeistaratitilinn einu sinni áður en Haukaliðið vann bikarinn bæði 2001 og 2002. Mótherjar þeirra, FH (Valur) og ÍBV (Haukar) hafa aftur á móti þurft að bíða lengi eftir að komast í bikarúrslitaleikinn, FH-ingar í sextán ár og Eyjamenn í rétt tæpan aldarfjórðung. Spámenn Fréttablaðsins, sex leikmenn úr liðunum í Olís-deildinni sem náðu ekki að tryggja sér sæti á bikarúrslitahelginni, spá allir að Haukar og Valur mætist í bikarúrslitaleiknum í ár og fimm af sex búast við því að Valsmenn fagni titli á morgun. Valur og FH mætast í fyrri undanúrslitaleiknum klukkan 17.15 en þetta er þriðji leikur liðanna á fjórtán dögum. Valsmenn unnu hina báða. FH-ingar hafa ekki komist í bikarúrslitaleikinn á þessari öld (síðast 1999) og ekki unnið bikarinn í meira en tvo áratugi. FH tapaði í undanúrslitunum í fyrra og sat þá í fjórða sinn eftir í undanúrslitunum á síðustu sex árum. ÍBV og Haukar, Íslands- og bikarmeistararnir og liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta vor, mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor eftir sigur í oddaleik á Ásvöllum en það eru liðin 24 ár síðan Eyjamenn urðu bikarmeistarar í fyrsta og eina skiptið (1991). Það er jafnframt í eina skiptið sem karlalið ÍBV hefur komist í úrslitaleikinn. Haukar hafa verið þar sjö sinnum frá þeim tíma. Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Frændfélögin Valur og Haukar hafa verið mikil bikarlið á síðustu árum og það verður ekki mikil breyting á því ef spámenn Fréttablaðsins hafa rétt fyrir sér enda búast þeir við að liðin mætist í úrslitaleiknum á laugardaginn. Liðin hans séra Friðriks eiga bæði möguleika á því að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil á stuttum tíma, Haukar frá og með 2010 og Valsmenn frá og með 2008. Haukar eru núverandi bikarmeistarar og hafa náð því að verja bikarmeistaratitilinn einu sinni áður en Haukaliðið vann bikarinn bæði 2001 og 2002. Mótherjar þeirra, FH (Valur) og ÍBV (Haukar) hafa aftur á móti þurft að bíða lengi eftir að komast í bikarúrslitaleikinn, FH-ingar í sextán ár og Eyjamenn í rétt tæpan aldarfjórðung. Spámenn Fréttablaðsins, sex leikmenn úr liðunum í Olís-deildinni sem náðu ekki að tryggja sér sæti á bikarúrslitahelginni, spá allir að Haukar og Valur mætist í bikarúrslitaleiknum í ár og fimm af sex búast við því að Valsmenn fagni titli á morgun. Valur og FH mætast í fyrri undanúrslitaleiknum klukkan 17.15 en þetta er þriðji leikur liðanna á fjórtán dögum. Valsmenn unnu hina báða. FH-ingar hafa ekki komist í bikarúrslitaleikinn á þessari öld (síðast 1999) og ekki unnið bikarinn í meira en tvo áratugi. FH tapaði í undanúrslitunum í fyrra og sat þá í fjórða sinn eftir í undanúrslitunum á síðustu sex árum. ÍBV og Haukar, Íslands- og bikarmeistararnir og liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta vor, mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. ÍBV vann Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor eftir sigur í oddaleik á Ásvöllum en það eru liðin 24 ár síðan Eyjamenn urðu bikarmeistarar í fyrsta og eina skiptið (1991). Það er jafnframt í eina skiptið sem karlalið ÍBV hefur komist í úrslitaleikinn. Haukar hafa verið þar sjö sinnum frá þeim tíma.
Olís-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira