Nýtt nafn á kvennabikarinn í ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Rakel Dögg. vísir/valli Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira
Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira