Gagnvirkt tónverk sem ómögulegt er að klára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2015 14:00 Úlfur Eldjárn, Sigurður Oddsson og Halldór Eldjárn eru mennirnir á bak við verkið. mynd/sebastian ziegler „Hugmyndin spratt upp þegar ég var að velta fyrir mér hvernig væri hægt að nota tæknina í eitthvað annað en að hlusta endalaust á hljóðversútgáfur af lögum frá A til Ö,“ svarar Úlfur Eldjárn spurður um hvað Strengjakvartettinn endalausi sé. Verkið verður frumsýnt þann 11. mars og er liður í Hönnunarmars. Kvartettinn er gerður í samstarfi við Sigurð Oddsson og Halldór Eldjárn, sem sáu um hönnun og forritun. Verkið verður til sýnis 11.-15. mars í galleríinu H71A, við Hverfisgötu 71A, en er einnig aðgengilegt öllum á infinitestringquartet.com. Strengjakvartettinn er samsettur úr 52 litlum einingum sem hver og einn getur púslað saman að vild. Upplifun fólks verður því jafn misjöfn og það er margt.Verkið á að vera upplifun „Markmiðið er að verkið verði líkara því að skoða byggingu eða landslag. Það þurfa ekki allir að fara sömu leið og sjá sömu hlutina eins og við höfum séð margoft í tölvuleikjum.“ Einn af kostum verksins er að það er afar einfalt og hver sem er getur notað það. Engin forrit, kunnátta eða búnaður, umfram tölvu, netvafra og hátalara, er nauðsynlegur til að njóta þess. „Það hafa verið gerð nokkur gagnvirk tónverk áður, en það er oft þannig að fólk þarf að sækja sérstakan hugbúnað eða tæki til að njóta þeirra. Ég vildi hafa flækjustigið sem lægst.“ Upphaflega tónverkið er útskriftarverkefni Úlfs úr Listaháskóla Íslands en hann segir að það hafi verið samið með það í huga að gera úr því gagnvirka útgáfu. Skömmu eftir útskrift fór hann af stað með söfnun á Karolina Fund fyrir verkefninu. „Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ segir Úlfur og bætir við að í kjölfarið hafi margir komið að máli við hann og stungið upp á hlutum sem honum höfðu ekki dottið í hug. „Það bætti heilmiklu við verkið og ég er afar þakklátur þeim sem aðstoðuðu mig á leiðinni.“Óendanlegt þrátt fyrir endanlegan fjölda hljóðbrota Einhverjir gætu haldið að þar sem hljóðbrotin eru aðeins 52 þá séu möguleikarnir á að raða þeim saman endanlega margir. En það er ekki svo því að þú getur notað hvern og einn part óendanlega oft. Þótt möguleikarnir væru endanlegir myndi þér aldrei endast ævin til að klára verkið. Þótt þú hlustaðir aðeins á hvern möguleika í eina sekúndu þá tæki það minnst hundruð milljónir ára að ljúka verkinu. „Fólk getur gert þetta frá hjartanu. Það þarf ekkert að kunna eða vita,“ segir Úlfur. „Ég hef aðeins prófað þetta á fólki og það er mjög gaman að sjá hvað það nálgast verkið á ólíkan hátt. Sumir hlusta á eitt hljóð endalaust meðan aðrir reyna að gera sem mest í einu.“ Úlfur segist spenntur að sjá hvernig tónlist muni þróast í framtíðinni. „Gamli góði vínyllinn stendur alltaf fyrir sínu en það er fjöldi spennandi tækifæra í boði sem við þurfum að prófa.“ „Það eru svo miklir möguleikar í tækninni sem við erum með. Eina vandamálið er að finna út hvernig maður getur notað hana til að gera eitthvað sem er líka góð tónlist.“ HönnunarMars Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hugmyndin spratt upp þegar ég var að velta fyrir mér hvernig væri hægt að nota tæknina í eitthvað annað en að hlusta endalaust á hljóðversútgáfur af lögum frá A til Ö,“ svarar Úlfur Eldjárn spurður um hvað Strengjakvartettinn endalausi sé. Verkið verður frumsýnt þann 11. mars og er liður í Hönnunarmars. Kvartettinn er gerður í samstarfi við Sigurð Oddsson og Halldór Eldjárn, sem sáu um hönnun og forritun. Verkið verður til sýnis 11.-15. mars í galleríinu H71A, við Hverfisgötu 71A, en er einnig aðgengilegt öllum á infinitestringquartet.com. Strengjakvartettinn er samsettur úr 52 litlum einingum sem hver og einn getur púslað saman að vild. Upplifun fólks verður því jafn misjöfn og það er margt.Verkið á að vera upplifun „Markmiðið er að verkið verði líkara því að skoða byggingu eða landslag. Það þurfa ekki allir að fara sömu leið og sjá sömu hlutina eins og við höfum séð margoft í tölvuleikjum.“ Einn af kostum verksins er að það er afar einfalt og hver sem er getur notað það. Engin forrit, kunnátta eða búnaður, umfram tölvu, netvafra og hátalara, er nauðsynlegur til að njóta þess. „Það hafa verið gerð nokkur gagnvirk tónverk áður, en það er oft þannig að fólk þarf að sækja sérstakan hugbúnað eða tæki til að njóta þeirra. Ég vildi hafa flækjustigið sem lægst.“ Upphaflega tónverkið er útskriftarverkefni Úlfs úr Listaháskóla Íslands en hann segir að það hafi verið samið með það í huga að gera úr því gagnvirka útgáfu. Skömmu eftir útskrift fór hann af stað með söfnun á Karolina Fund fyrir verkefninu. „Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ segir Úlfur og bætir við að í kjölfarið hafi margir komið að máli við hann og stungið upp á hlutum sem honum höfðu ekki dottið í hug. „Það bætti heilmiklu við verkið og ég er afar þakklátur þeim sem aðstoðuðu mig á leiðinni.“Óendanlegt þrátt fyrir endanlegan fjölda hljóðbrota Einhverjir gætu haldið að þar sem hljóðbrotin eru aðeins 52 þá séu möguleikarnir á að raða þeim saman endanlega margir. En það er ekki svo því að þú getur notað hvern og einn part óendanlega oft. Þótt möguleikarnir væru endanlegir myndi þér aldrei endast ævin til að klára verkið. Þótt þú hlustaðir aðeins á hvern möguleika í eina sekúndu þá tæki það minnst hundruð milljónir ára að ljúka verkinu. „Fólk getur gert þetta frá hjartanu. Það þarf ekkert að kunna eða vita,“ segir Úlfur. „Ég hef aðeins prófað þetta á fólki og það er mjög gaman að sjá hvað það nálgast verkið á ólíkan hátt. Sumir hlusta á eitt hljóð endalaust meðan aðrir reyna að gera sem mest í einu.“ Úlfur segist spenntur að sjá hvernig tónlist muni þróast í framtíðinni. „Gamli góði vínyllinn stendur alltaf fyrir sínu en það er fjöldi spennandi tækifæra í boði sem við þurfum að prófa.“ „Það eru svo miklir möguleikar í tækninni sem við erum með. Eina vandamálið er að finna út hvernig maður getur notað hana til að gera eitthvað sem er líka góð tónlist.“
HönnunarMars Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira