Er lykillinn að leyfa Magnúsi Óla að skora að vild? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Magnús Óli Magnússon hefur skorað 22 mörk í síðustu tveimur leikjum við Val. Fréttablaðið/stefán Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira