Pirringurinn vex í Framsóknarflokki Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra á gott með að vekja athygli. Flestum er í fersku minni þegar hún talar um ógnina af innfluttu kjöti. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni? Ég segi nei takk.“ Þetta sagði hún í viðtali við Stöð 2 um mitt sumar í fyrra. Þegar gengið var á hana og hún spurð hvort neytendur ættu ekki að dæma um það sjálfir, svaraði Sigrún: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“ Sigrúnu tókst enn að svara með eftirtektarverðum hætti í gær. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins sagði að Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefði velt fyrir sér hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Orð ráðherrans hafa vakið verðskuldaða athygli. Bandalag þýðenda og túlka bendir pent á að þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi sé gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi. Þýðendum er ekki skemmt yfir orðum ráðherrans og harma vanmatið á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum Sigrúnar Magnúsdóttur. En hvað veldur því að ráðherra ætlist til að þýðendur noti mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana? Jú, gat verið. Vaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES, segir í frétt Fréttablaðsins. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Og hvað, eigum við að hætta í EES? „…ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ sagði Frosti. Nú er spurt hversu áhrifamikill pirringur félaga í Framsóknarflokki er. Leiðir hann til þess að EES-samningi verði sagt upp eða að við hættum í Schengen, að minnsta kosti að endurskoða það? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Landinu verður varla stýrt eftir pirringi einstakra stjórnmálamanna eða stjórnmálflokks, er það nokkuð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra á gott með að vekja athygli. Flestum er í fersku minni þegar hún talar um ógnina af innfluttu kjöti. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni? Ég segi nei takk.“ Þetta sagði hún í viðtali við Stöð 2 um mitt sumar í fyrra. Þegar gengið var á hana og hún spurð hvort neytendur ættu ekki að dæma um það sjálfir, svaraði Sigrún: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“ Sigrúnu tókst enn að svara með eftirtektarverðum hætti í gær. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins sagði að Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefði velt fyrir sér hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Orð ráðherrans hafa vakið verðskuldaða athygli. Bandalag þýðenda og túlka bendir pent á að þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi sé gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi. Þýðendum er ekki skemmt yfir orðum ráðherrans og harma vanmatið á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum Sigrúnar Magnúsdóttur. En hvað veldur því að ráðherra ætlist til að þýðendur noti mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana? Jú, gat verið. Vaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES, segir í frétt Fréttablaðsins. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Og hvað, eigum við að hætta í EES? „…ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ sagði Frosti. Nú er spurt hversu áhrifamikill pirringur félaga í Framsóknarflokki er. Leiðir hann til þess að EES-samningi verði sagt upp eða að við hættum í Schengen, að minnsta kosti að endurskoða það? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Landinu verður varla stýrt eftir pirringi einstakra stjórnmálamanna eða stjórnmálflokks, er það nokkuð?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun