Alt-J á leið til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin alt-J kemur fram á Íslandi þann 2. júní í Vodafonehöllinni. nordicphotos/getty „Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira