Glænýtt „cold-wave synthapopp“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:30 Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. vísir/ernir Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira