Hvað búa margar þjóðir á Íslandi? Sigurjón M. Egilsson skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Nú er spurt hvað búi margar þjóðir á Íslandi. Hafi nokkurn tíma verið ástæða til að spyrja þessarar spurningar er það nú. Það er alvarleg staðreynd að tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósentum af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu fimm prósentin stærri sneið af tekjukökunni. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar við spurningum Árna Páls Árnasonar um tekjuskiptingu sem og eignaskiptingu Íslendinga. Með einfaldasta hætti má segja að í svörum ráðherrans komi berlega í ljós að ójöfnuðurinn er mikill hjá okkur og hann vex. Íslenskt þjóðfélag er lagskipt. Fámennur hópur á mikið og þénar langt umfram þörf. Á sama tíma eru hófsamir leiðtogar láglaunafólks að leggja fram kröfur, vegna komandi kjarasamninga, kröfur sem eru langt frá neysluviðmiðum. Þeir krefjast þess að umbjóðendurnir verði áfram með lægri tekjur en þarf til að lifa sæmandi lífi í nútímasamfélagi. Bjarni Benediktsson lagði sem sagt í gær fram upplýsingar um ríku Íslendingana. Fyrir réttri viku voru aðrar upplýsingar kunngerðar. Þær komu úr velferðarráðuneyti Eyglóar Harðardóttur. Í fréttum af þessu tilefni má lesa að tæplega sex þúsund og tvö hundruð Íslendingar búa við sára fátækt. Velferðarvakt félagsmálaráðherrans vill að barnabætur verði auknar og lágmarksframfærsluviðmið verði skilgreint. Rúm níu prósent landsmanna eru undir lágtekjumörkum og með minna en hundrað og sjötíu þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Næstum helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði. Einn þriðji er einhleypur og tuttugu og sjö prósent einstæðir foreldrar. Tvö prósent Íslendinga eða tæplega sex þúsund og tvö hundruð manns búa við sára fátækt. Er hægt að tala skýrar? Framundan eru hörð átök þar sem tekist verður á um kaup og kjör. Svo miklu munar á stöðu þessara ólíku hópa að þeir geta vart talist til sömu þjóðar. Því er spurt: Hvað búa margar þjóðir á Íslandi? Formælandi Samtaka atvinnulífsins segir þann tíma að baki að þeir sem minnst hafa og minnst fá hafi forgang á aðra. Hvers vegna er vont að segja til um eftir að hafa lesið nýjustu gögn beggja öfganna, þeirra háu og þeirra lágu. Í raun má segja að allt sé í steik og við siglum að ófriðarbáli. Báli sem var aukið í gær. Algjör trúnaðarbrestur er milli þeirra sem deila á vinnumarkaði og ríkisstjórnar Íslands, sem er sögð ein sú svikulasta sem reyndir samningamenn muna. Trúlegast hugnast fáum að horfa upp á þann geysilega mun sem er milli ríkra og fátækra. Vandi þeirra sem þurfa að semja um kaup og kjör næstu ára er drjúgur. Miklir, en ótrúlega ólíkir, hagsmunir eru undir. Líkur á friðsælli lausn versnuðu við upplýsingar gærdagsins. Nú er að sjá hverjar afleiðingarnar og viðbrögðin verða. Enn hafa þau lítil verið vegna staðfestingar á fátæktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nú er spurt hvað búi margar þjóðir á Íslandi. Hafi nokkurn tíma verið ástæða til að spyrja þessarar spurningar er það nú. Það er alvarleg staðreynd að tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósentum af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu fimm prósentin stærri sneið af tekjukökunni. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar við spurningum Árna Páls Árnasonar um tekjuskiptingu sem og eignaskiptingu Íslendinga. Með einfaldasta hætti má segja að í svörum ráðherrans komi berlega í ljós að ójöfnuðurinn er mikill hjá okkur og hann vex. Íslenskt þjóðfélag er lagskipt. Fámennur hópur á mikið og þénar langt umfram þörf. Á sama tíma eru hófsamir leiðtogar láglaunafólks að leggja fram kröfur, vegna komandi kjarasamninga, kröfur sem eru langt frá neysluviðmiðum. Þeir krefjast þess að umbjóðendurnir verði áfram með lægri tekjur en þarf til að lifa sæmandi lífi í nútímasamfélagi. Bjarni Benediktsson lagði sem sagt í gær fram upplýsingar um ríku Íslendingana. Fyrir réttri viku voru aðrar upplýsingar kunngerðar. Þær komu úr velferðarráðuneyti Eyglóar Harðardóttur. Í fréttum af þessu tilefni má lesa að tæplega sex þúsund og tvö hundruð Íslendingar búa við sára fátækt. Velferðarvakt félagsmálaráðherrans vill að barnabætur verði auknar og lágmarksframfærsluviðmið verði skilgreint. Rúm níu prósent landsmanna eru undir lágtekjumörkum og með minna en hundrað og sjötíu þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Næstum helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði. Einn þriðji er einhleypur og tuttugu og sjö prósent einstæðir foreldrar. Tvö prósent Íslendinga eða tæplega sex þúsund og tvö hundruð manns búa við sára fátækt. Er hægt að tala skýrar? Framundan eru hörð átök þar sem tekist verður á um kaup og kjör. Svo miklu munar á stöðu þessara ólíku hópa að þeir geta vart talist til sömu þjóðar. Því er spurt: Hvað búa margar þjóðir á Íslandi? Formælandi Samtaka atvinnulífsins segir þann tíma að baki að þeir sem minnst hafa og minnst fá hafi forgang á aðra. Hvers vegna er vont að segja til um eftir að hafa lesið nýjustu gögn beggja öfganna, þeirra háu og þeirra lágu. Í raun má segja að allt sé í steik og við siglum að ófriðarbáli. Báli sem var aukið í gær. Algjör trúnaðarbrestur er milli þeirra sem deila á vinnumarkaði og ríkisstjórnar Íslands, sem er sögð ein sú svikulasta sem reyndir samningamenn muna. Trúlegast hugnast fáum að horfa upp á þann geysilega mun sem er milli ríkra og fátækra. Vandi þeirra sem þurfa að semja um kaup og kjör næstu ára er drjúgur. Miklir, en ótrúlega ólíkir, hagsmunir eru undir. Líkur á friðsælli lausn versnuðu við upplýsingar gærdagsins. Nú er að sjá hverjar afleiðingarnar og viðbrögðin verða. Enn hafa þau lítil verið vegna staðfestingar á fátæktinni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun