Sigurbjörgu líður betur - Fer til læknis á fimmtudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 06:30 Sigurbjörg hefur spilað mjög vel fyrir Fram. vísir/Valli Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti