Tónlist

Brian May lætur flensuna ekki stöðva sig

Gítarleikarinn Brian May er enn með þetta.
Gítarleikarinn Brian May er enn með þetta.
Brian May, gítarleikari einnar þekktustu rokkhljómsveitar heims, glímir við þráláta flensu. Hljómsveitin Queen er á tónleikaferðalagi um Evrópu og eftir tónleika sveitarinnar var gítarleikarinn ekki hress.

May, sem er 67 ára gamall, viðurkenndi að hann hefði átti mjög erfitt með að klára tónleikana sem á eftir fylgdu í Köln og Amsterdam, en hann þvertók fyrir að hætta við að koma fram.

„Mér hefur sjaldan liðið eins illa á tónleikum,“ skrifaði May á bloggsíðu sveitarinnar eftir tónleikana í Köln þann 29. janúar. „Ég nældi mér í slæma flensu eftir Parísartónleikana og hef verið með hita, beinverki og höfuðverk síðan. Ég tók svo mikið af verkjalyfjum að ég gleymdi hvar ég var í kringum „Crazy Little Thing“ og var orðinn alveg ruglaður í „Bohemian Rapsody“,“ bætti hann við. May er nú búinn að ná fullri heilsu á ný og sendi aðdáendum þakkir fyrir batakveðjurnar á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×