Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2015 09:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning á bekk þýska landsliðsins á HM í Katar. Fréttablaðið/Getty „Ég hef þekkt Dag í sex ár og þurfti aldrei að íhuga hvort Dagur Sigurðsson væri rétti maðurinn til að taka við þýska landsliðinu. Ég vissi það einfaldlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, um aðkomu Dags að þýska liðinu. Eftir frábæra byrjun á HM í handbolta hefur ungt og óreynt lið Þjóðverja misst aðeins móðinn og tapað tveimur leikjum í röð. Engum dylst þó hvað býr í liðinu og staða þess er mun betri en flestir þýskir handboltaáhugamenn þorðu að vona eftir takmarkaðan árangur þess síðustu árin. Hans Robert Hanning, alltaf kallaður Bob, er einnig framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin og hann fékk Dag til að taka við starfi þjálfara þess félags árið 2009. Fréttablaðið settist niður með Bob á Hilton-hótelinu í Doha á dögunum. „Þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að þéra mig,“ segir Hanning við ofanritaðan í miðju viðtali eftir að íslenski blaðamaðurinn gleymdi sér eitt augnablik. Bob er vinalegur maður og þó svo að hann beri það ekki með sér hefur hann sannað sig sem einn klókasti maðurinn í þýskum handbolta. Hanning er fyrrverandi þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari Heiner Brand hjá þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2000 og tók svo við Hamburg árið 2002. Þar var hann í þrjú ár en var svo fenginn til Füchse Berlin sem framkvæmdastjóri. Þar hóf hann nýjan kafla á sínum ferli sem enn sér ekki fyrir endann á.Þú mátt bara snúa við Füchse Berlin komst upp í úrvalsdeildina árið 2007 en einn stærsti vendipunktur í sögu félagsins var þegar Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari. Dagur fór með liðið í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar og í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Meðal hápunkta liðsins undir stjórnartíð Dags má nefna þátttöku liðsins í „Final Four“, úrslitahelginni í Meistaradeild Evrópu vorið 2012 og bikarmeistaratitil félagsins í fyrra. „Þegar ég var að leita að þjálfara átti ég í viðræðum við fleiri en bara Dag. Ég sendi honum nokkra leiki á myndbandi og við ræddum um þá. Allt það sem hann sagði var hundrað prósent. Þannig að ég ákvað að fara til Íslands og ræða frekar við hann,“ sagði hann. „Ég gleymi því aldrei að á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur tókst okkur að fara yfir allt það helsta sem sneri að starfinu. Ég þurfti ekki að heyra meira. Ég sagði honum að starfið væri hans ef hann vildi og að hann gæti þess vegna snúið við og keyrt mig aftur út á flugvöll. Við þyrftum ekki að ræða þetta frekar.“vísir/eva björkDagur getur unnið með öllum Spurður hvort hann hafi þurft að íhuga lengi hvort Dagur myndi henta vel í starf landsliðsþjálfara Þýskalands: „Ég þurfti ekkert að hugsa um það. Ég vissi það um leið. Dagur hefur sýnt að hann getur starfað með hverjum sem er og kallað það besta fram í öllum leikmönnum, stórstjörnum sem og þeim yngri og óreyndari. Hann nær til allra leikmanna,“ segir Hanning en uppgangur þýska landsliðsins undir stjórn Dags hefur meira að segja komið honum sjálfum á óvart. „Jú, auðvitað. Það sem kom mér fyrst og fremst á óvart er hversu fljótt þetta hefur gerst. Því bjóst ég ekki við. Við erum að byggja upp lið til framtíðar og Dagur var fenginn til að stýra því verkefni. Okkar markmið í Katar var að komast í 16-liða úrslit en það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hversu vel liðið hefur spilað hér.“ Hann segir að lykilatriði fyrir Dag hafi verið að gefa leikmönnum það svigrúm sem þeir þurftu. „Hann leyfði þeim að anda. Auðvitað krefur hann leikmenn um að þeir einbeiti sér og leggi sig fram, bæði á æfingum og í leikjum, en hann veit hvenær hann á að slaka á taumnum og gefa þeim sitt pláss.“Hafnaði tilboði frá Danmörku Talið berst aftur að Füchse Berlin en Dagur er enn þjálfari þess liðs og verður fram á sumar. Þá tekur Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson við starfinu. Hanning segir að hann hafi skynjað að Dagur hafi þurft á nýrri áskorun að halda þegar hann fékk tilboð um taka að sér þjálfun danska liðsins í fyrra. „Danska handknattleikssambandið hafði samband og fékk leyfi til þess að ræða við Dag. Danirnir sömdu við okkur í Füchse Berlin um þá summu sem þurfti til að leysa Dag undan sínum skyldum og svo gerðu þeir honum tilboð,“ segir Hanning. „Ég held reyndar að Danir hafi rætt við fleiri þjálfara samtímis og að Ulrik Wilbek hafi viljað Guðmund Guðmundsson fremur en Dag. En þetta stóð honum til boða og ég ætlaði ekki að standa í vegi fyrir honum. Ég vonaði þó auðvitað að hann yrði áfram og sagði að það væri eitthvað stærra fram undan,“ sagði Hanning, en þess má geta að danska sambandið var einnig í viðræðum við Ólaf Stefánsson á þessum tíma.vísir/eva björkEnginn betri í starfið en Dagur Um svipað leyti tók Hanning að sér forystuhlutverk í þýska handknattleikssambandinu, sem hafði rætt við Dag árið 2011 um þýska landsliðsþjálfarastarfið. Þá var ákveðið að ráða Martin Heuberger en samningar við hann voru ekki endurnýjaðir eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í vor. Þá sneri þýska sambandið, undir forystu Hannings, sér að Degi. „Dagur hafði verið hjá Füchse Berlin í fimm ár og hann var að leita sér að nýrri áskorun. Bikarmeistaratitillinn í fyrra var glæstasti sigur félagsins í 125 ára sögu þess en árangurinn var einfaldlega of mikill. Með honum fór ákveðið hungur úr liðinu. Það tók fótinn af bensíngjöfinni og er nú á bensínstöðinni að fylla á tankinn.“ Hann sér ekki eftir því hvernig málin hafa þróast og sér auðvitað fram á spennandi tíma með þýska landsliðinu og Degi Sigurðssyni. „Það komu fleiri til greina í þetta starf en Dagur en í mínum huga er ekki til sá þjálfari í heiminum sem hentar liðinu betur en hann,“ segir Hanning. En er Dagur besti þjálfari heims? „Mér finnst það. Mér hefur reyndar alltaf fundist það. En það eru margir góðir handboltaþjálfarar starfandi í dag og meðal þeirra er Alfreð Gíslason hjá Kiel sem verður að teljast meðal þeirra allra fremstu.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Ég hef þekkt Dag í sex ár og þurfti aldrei að íhuga hvort Dagur Sigurðsson væri rétti maðurinn til að taka við þýska landsliðinu. Ég vissi það einfaldlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, um aðkomu Dags að þýska liðinu. Eftir frábæra byrjun á HM í handbolta hefur ungt og óreynt lið Þjóðverja misst aðeins móðinn og tapað tveimur leikjum í röð. Engum dylst þó hvað býr í liðinu og staða þess er mun betri en flestir þýskir handboltaáhugamenn þorðu að vona eftir takmarkaðan árangur þess síðustu árin. Hans Robert Hanning, alltaf kallaður Bob, er einnig framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin og hann fékk Dag til að taka við starfi þjálfara þess félags árið 2009. Fréttablaðið settist niður með Bob á Hilton-hótelinu í Doha á dögunum. „Þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að þéra mig,“ segir Hanning við ofanritaðan í miðju viðtali eftir að íslenski blaðamaðurinn gleymdi sér eitt augnablik. Bob er vinalegur maður og þó svo að hann beri það ekki með sér hefur hann sannað sig sem einn klókasti maðurinn í þýskum handbolta. Hanning er fyrrverandi þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari Heiner Brand hjá þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2000 og tók svo við Hamburg árið 2002. Þar var hann í þrjú ár en var svo fenginn til Füchse Berlin sem framkvæmdastjóri. Þar hóf hann nýjan kafla á sínum ferli sem enn sér ekki fyrir endann á.Þú mátt bara snúa við Füchse Berlin komst upp í úrvalsdeildina árið 2007 en einn stærsti vendipunktur í sögu félagsins var þegar Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari. Dagur fór með liðið í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar og í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Meðal hápunkta liðsins undir stjórnartíð Dags má nefna þátttöku liðsins í „Final Four“, úrslitahelginni í Meistaradeild Evrópu vorið 2012 og bikarmeistaratitil félagsins í fyrra. „Þegar ég var að leita að þjálfara átti ég í viðræðum við fleiri en bara Dag. Ég sendi honum nokkra leiki á myndbandi og við ræddum um þá. Allt það sem hann sagði var hundrað prósent. Þannig að ég ákvað að fara til Íslands og ræða frekar við hann,“ sagði hann. „Ég gleymi því aldrei að á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur tókst okkur að fara yfir allt það helsta sem sneri að starfinu. Ég þurfti ekki að heyra meira. Ég sagði honum að starfið væri hans ef hann vildi og að hann gæti þess vegna snúið við og keyrt mig aftur út á flugvöll. Við þyrftum ekki að ræða þetta frekar.“vísir/eva björkDagur getur unnið með öllum Spurður hvort hann hafi þurft að íhuga lengi hvort Dagur myndi henta vel í starf landsliðsþjálfara Þýskalands: „Ég þurfti ekkert að hugsa um það. Ég vissi það um leið. Dagur hefur sýnt að hann getur starfað með hverjum sem er og kallað það besta fram í öllum leikmönnum, stórstjörnum sem og þeim yngri og óreyndari. Hann nær til allra leikmanna,“ segir Hanning en uppgangur þýska landsliðsins undir stjórn Dags hefur meira að segja komið honum sjálfum á óvart. „Jú, auðvitað. Það sem kom mér fyrst og fremst á óvart er hversu fljótt þetta hefur gerst. Því bjóst ég ekki við. Við erum að byggja upp lið til framtíðar og Dagur var fenginn til að stýra því verkefni. Okkar markmið í Katar var að komast í 16-liða úrslit en það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hversu vel liðið hefur spilað hér.“ Hann segir að lykilatriði fyrir Dag hafi verið að gefa leikmönnum það svigrúm sem þeir þurftu. „Hann leyfði þeim að anda. Auðvitað krefur hann leikmenn um að þeir einbeiti sér og leggi sig fram, bæði á æfingum og í leikjum, en hann veit hvenær hann á að slaka á taumnum og gefa þeim sitt pláss.“Hafnaði tilboði frá Danmörku Talið berst aftur að Füchse Berlin en Dagur er enn þjálfari þess liðs og verður fram á sumar. Þá tekur Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson við starfinu. Hanning segir að hann hafi skynjað að Dagur hafi þurft á nýrri áskorun að halda þegar hann fékk tilboð um taka að sér þjálfun danska liðsins í fyrra. „Danska handknattleikssambandið hafði samband og fékk leyfi til þess að ræða við Dag. Danirnir sömdu við okkur í Füchse Berlin um þá summu sem þurfti til að leysa Dag undan sínum skyldum og svo gerðu þeir honum tilboð,“ segir Hanning. „Ég held reyndar að Danir hafi rætt við fleiri þjálfara samtímis og að Ulrik Wilbek hafi viljað Guðmund Guðmundsson fremur en Dag. En þetta stóð honum til boða og ég ætlaði ekki að standa í vegi fyrir honum. Ég vonaði þó auðvitað að hann yrði áfram og sagði að það væri eitthvað stærra fram undan,“ sagði Hanning, en þess má geta að danska sambandið var einnig í viðræðum við Ólaf Stefánsson á þessum tíma.vísir/eva björkEnginn betri í starfið en Dagur Um svipað leyti tók Hanning að sér forystuhlutverk í þýska handknattleikssambandinu, sem hafði rætt við Dag árið 2011 um þýska landsliðsþjálfarastarfið. Þá var ákveðið að ráða Martin Heuberger en samningar við hann voru ekki endurnýjaðir eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í vor. Þá sneri þýska sambandið, undir forystu Hannings, sér að Degi. „Dagur hafði verið hjá Füchse Berlin í fimm ár og hann var að leita sér að nýrri áskorun. Bikarmeistaratitillinn í fyrra var glæstasti sigur félagsins í 125 ára sögu þess en árangurinn var einfaldlega of mikill. Með honum fór ákveðið hungur úr liðinu. Það tók fótinn af bensíngjöfinni og er nú á bensínstöðinni að fylla á tankinn.“ Hann sér ekki eftir því hvernig málin hafa þróast og sér auðvitað fram á spennandi tíma með þýska landsliðinu og Degi Sigurðssyni. „Það komu fleiri til greina í þetta starf en Dagur en í mínum huga er ekki til sá þjálfari í heiminum sem hentar liðinu betur en hann,“ segir Hanning. En er Dagur besti þjálfari heims? „Mér finnst það. Mér hefur reyndar alltaf fundist það. En það eru margir góðir handboltaþjálfarar starfandi í dag og meðal þeirra er Alfreð Gíslason hjá Kiel sem verður að teljast meðal þeirra allra fremstu.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira