Þjóðarátak gegn sykurneyslu Gunnar Már Kamban skrifar 1. febrúar 2015 14:00 Það er hægt að gera matvörur heilsusamlegri og draga úr magni sykurs í þeim. Vísir/Getty Sykurneysla okkar Íslendinga hefur náð nýjum hæðum síðustu ár og erum við nú að nálgast topp heimslistans með ekki ómerkari löndum en Bandaríkjunum. Meðalsykurneysla hvers Íslendings nemur yfir 50 kílóum á ári – um einu kílói á viku og til að setja þetta í samhengi eru þetta 200 teskeiðar af sykri á viku sem við erum að neyta. Neyslan er auðvitað dreifð, eldra fólk borðar minna af sykri og yngra fólk borðar meira. Það sem er sláandi er þó magnið af sykri sem yngsta kynslóðin neytir en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag. Það gera um 19 kíló af sykri á ári sem er meðalþyngd fjögurra ára drengja. Svona mikil sykurneysla er meira en lifrin ræður við. Þegar það gerist breytir lifrin sykrinum í fitu. Algengustu afleiðingar offitu eru áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur auk hjarta- og æðasjúkdóma. Í heimildarmyndinni Fed Up kemur fram að árið 1980 voru engin þekkt tilfelli áunninnar sykursýki meðal barna og unglinga í Bandaríkjunum. Árið 2010 voru tilfellin 57.638. Samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í Læknablaðinu 2009 hefur áunnin sykursýki tvöfaldast hjá íslenskum körlum og aukist um 50% hjá konum frá 1967-2007. Í dag eru um fimm þúsund manns með sykursýki á Íslandi og 90% af þeim eru með áunna sykursýki. Síðan er það kostnaðurinn, en samkvæmt rannsóknum sem voru unnar við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst nemur kostnaður íslensks samfélags vegna offitu 5-10 milljörðum króna á ári. Ef Íslendingar færu í þjóðarátak og minnkuðu sykurneysluna og þar með ofþyngd sína þýddi það hreinan krónusparnað upp á hundruð milljóna.Hvað getum við gert? Mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur í heilsu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir nú með að enn verði skorið á daglega sykurneyslu og það um helming. Að minnka neysluviðmið um helming segir ansi mikið um alvarleika málsins. Stofnunin hefur nú einnig farið að telja með sykur í safa, þykkni og síróp sem hingað til hefur ekki verið gert, en mjög hefur verið hvatt til þess síðustu ár því þessar vörur eru ríkar af frúktósasykri. Mín skoðun er sú að við verðum sem þjóð að viðurkenna þetta risavaxna vandamál, við verðum að hefja forvarnir strax. Börn og unglingar borða hvað mest af sykri og liggur því beint við að byrja þar. Auka verður fræðslu um skaðsemi sykurs og hvar hann er að finna. Þetta væri til dæmis hægt að gera með því að birta sykurinnihald matvara svo auðveldara sé að sneiða fram hjá sykruðum vörum og velja aðrar sykurminni í staðinn. Sykur er í einhverju formi í yfir 50% allra matvara svo verkið er ærið en ég trúi því að ef farið verður í samstillt átak til þess að minnka sykurneyslu þá er það hægt. Sjáið bara hvernig komið er fyrir sígarettunum. Við berum ábyrgð á okkar eigin heilsu og erum fyrirmyndir barna okkar. Það sem við setjum ofan í okkur hefur gríðarleg áhrif á heilsu okkar, sennilega mun meira en þig grunar. Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sykurneysla okkar Íslendinga hefur náð nýjum hæðum síðustu ár og erum við nú að nálgast topp heimslistans með ekki ómerkari löndum en Bandaríkjunum. Meðalsykurneysla hvers Íslendings nemur yfir 50 kílóum á ári – um einu kílói á viku og til að setja þetta í samhengi eru þetta 200 teskeiðar af sykri á viku sem við erum að neyta. Neyslan er auðvitað dreifð, eldra fólk borðar minna af sykri og yngra fólk borðar meira. Það sem er sláandi er þó magnið af sykri sem yngsta kynslóðin neytir en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag. Það gera um 19 kíló af sykri á ári sem er meðalþyngd fjögurra ára drengja. Svona mikil sykurneysla er meira en lifrin ræður við. Þegar það gerist breytir lifrin sykrinum í fitu. Algengustu afleiðingar offitu eru áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur auk hjarta- og æðasjúkdóma. Í heimildarmyndinni Fed Up kemur fram að árið 1980 voru engin þekkt tilfelli áunninnar sykursýki meðal barna og unglinga í Bandaríkjunum. Árið 2010 voru tilfellin 57.638. Samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í Læknablaðinu 2009 hefur áunnin sykursýki tvöfaldast hjá íslenskum körlum og aukist um 50% hjá konum frá 1967-2007. Í dag eru um fimm þúsund manns með sykursýki á Íslandi og 90% af þeim eru með áunna sykursýki. Síðan er það kostnaðurinn, en samkvæmt rannsóknum sem voru unnar við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst nemur kostnaður íslensks samfélags vegna offitu 5-10 milljörðum króna á ári. Ef Íslendingar færu í þjóðarátak og minnkuðu sykurneysluna og þar með ofþyngd sína þýddi það hreinan krónusparnað upp á hundruð milljóna.Hvað getum við gert? Mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur í heilsu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir nú með að enn verði skorið á daglega sykurneyslu og það um helming. Að minnka neysluviðmið um helming segir ansi mikið um alvarleika málsins. Stofnunin hefur nú einnig farið að telja með sykur í safa, þykkni og síróp sem hingað til hefur ekki verið gert, en mjög hefur verið hvatt til þess síðustu ár því þessar vörur eru ríkar af frúktósasykri. Mín skoðun er sú að við verðum sem þjóð að viðurkenna þetta risavaxna vandamál, við verðum að hefja forvarnir strax. Börn og unglingar borða hvað mest af sykri og liggur því beint við að byrja þar. Auka verður fræðslu um skaðsemi sykurs og hvar hann er að finna. Þetta væri til dæmis hægt að gera með því að birta sykurinnihald matvara svo auðveldara sé að sneiða fram hjá sykruðum vörum og velja aðrar sykurminni í staðinn. Sykur er í einhverju formi í yfir 50% allra matvara svo verkið er ærið en ég trúi því að ef farið verður í samstillt átak til þess að minnka sykurneyslu þá er það hægt. Sjáið bara hvernig komið er fyrir sígarettunum. Við berum ábyrgð á okkar eigin heilsu og erum fyrirmyndir barna okkar. Það sem við setjum ofan í okkur hefur gríðarleg áhrif á heilsu okkar, sennilega mun meira en þig grunar.
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira