Leoncie með lífverði í Vestmannaeyjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2015 08:00 „Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira