Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 08:00 Öflugur leikstjórnandi. Rasmus Lauge í leik með Dönum. Fréttablaðið/getty Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld. HM 2015 í Katar Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld.
HM 2015 í Katar Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira