Nýtt myndband úr leiknum Rerunners Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:30 Oddur Snær Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson og Ívar Emilsson Vísir „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
„Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00