Núðlusúpa með kjúklingi Rikka skrifar 18. janúar 2015 13:00 Núðlusúpa visir/binni Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf. Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið
Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.
Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið