Gummi Jóns stofnar kántrísveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:00 Vestanáttinmynd er ný hljómsveit Guðmundar Jónssonar. Frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson, pedal steel gítar, Guðmundur Jónsson, gítar og söngur, Eysteinn Eysteinsson trommur, Alma Rut söngur, og Pétur Kolbeinsson bassi. Mynd/Jón Önfjörð Arnarsson „Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“ Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira