Negla frá Nintendo Tinni Sveinsson skrifar 10. janúar 2015 12:00 Fjórði í röðinni Nýi Super Smash Bros. er fyrir 3DS-handtölvuna og WiiU-leikjatölvuna. Nintendo gaf út fjórða leikinn í Super Smash Bros.-röðinni núna í haust, bæði fyrir 3DS og WiiU-leikjatölvur. Leikurinn nær að koma á framfæri þrjátíu ára tölvuleikjasögu á frábæran hátt með um fimmtíu persónum af öllum stærðum og gerðum. Þær búa allar yfir eiginleikum sem endurspegla þá klassísku leiki sem þær eru þekktar úr. Meðal annarra eru þarna hundurinn úr Duck Hunt, boxarinn úr Punch-Out, jógakennarinn úr Wii Fit, Sonic og Shamus úr Metroid. Stórskemmtilegt gallerí og listinn heldur áfram. Það er erfitt að finna leiki sem bjóða upp á jafn mikið stuð og Super Smash Bros. Nintendo hefur nostrað við hvert smáatriði sem gæðir hann miklu lífi. Leikurinn er troðinn af alls kyns keppnum og smáleikjum þar sem hægt er að keppa við tölvuna. Aðalsmerki Smash Bros. eru þó vitanlega slagsmálin milli spilara sem eru heima í stofu. Leikurinn býður meðal annars upp á keppni milli hvorki meira né minna en átta spilara, sem er um það bil það klikkaðasta sem hægt er að komast í. Í netspilun geta fjórir spilarar tengst og barist sín á milli. Hægt er að nota allar gerðir af Wii-fjarstýringum fyrir leikinn og virka þær allar mjög vel á sinn hátt. Það er meira að segja hægt að tengja 3DS-tölvu við WiiU-tölvuna og nota hana til að stýra í leiknum. Hvað 3DS-útgáfuna varðar þá er hún einnig frábær og býður upp á mikla spilun rétt eins og stóri leikurinn. Niðurstaða:Algjörlega frábær leikur. Skyldueign fyrir þá sem eiga WiiU eða 3DS. Leikjavísir Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Nintendo gaf út fjórða leikinn í Super Smash Bros.-röðinni núna í haust, bæði fyrir 3DS og WiiU-leikjatölvur. Leikurinn nær að koma á framfæri þrjátíu ára tölvuleikjasögu á frábæran hátt með um fimmtíu persónum af öllum stærðum og gerðum. Þær búa allar yfir eiginleikum sem endurspegla þá klassísku leiki sem þær eru þekktar úr. Meðal annarra eru þarna hundurinn úr Duck Hunt, boxarinn úr Punch-Out, jógakennarinn úr Wii Fit, Sonic og Shamus úr Metroid. Stórskemmtilegt gallerí og listinn heldur áfram. Það er erfitt að finna leiki sem bjóða upp á jafn mikið stuð og Super Smash Bros. Nintendo hefur nostrað við hvert smáatriði sem gæðir hann miklu lífi. Leikurinn er troðinn af alls kyns keppnum og smáleikjum þar sem hægt er að keppa við tölvuna. Aðalsmerki Smash Bros. eru þó vitanlega slagsmálin milli spilara sem eru heima í stofu. Leikurinn býður meðal annars upp á keppni milli hvorki meira né minna en átta spilara, sem er um það bil það klikkaðasta sem hægt er að komast í. Í netspilun geta fjórir spilarar tengst og barist sín á milli. Hægt er að nota allar gerðir af Wii-fjarstýringum fyrir leikinn og virka þær allar mjög vel á sinn hátt. Það er meira að segja hægt að tengja 3DS-tölvu við WiiU-tölvuna og nota hana til að stýra í leiknum. Hvað 3DS-útgáfuna varðar þá er hún einnig frábær og býður upp á mikla spilun rétt eins og stóri leikurinn. Niðurstaða:Algjörlega frábær leikur. Skyldueign fyrir þá sem eiga WiiU eða 3DS.
Leikjavísir Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira