Endurtekið efni Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 9. janúar 2015 00:00 Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun
Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005.