Endurtekið efni Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 9. janúar 2015 00:00 Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun