Stórhættulegur leikur fyrir ósigruðu liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2015 08:15 Pavel Ermonlinskij er með þrennu að meðaltali í vetur en var langt frá þennu (2 fráköst og 4 stoðsendingar) í tapinu fyrir Grindavík í fyrsta leik eftir áramót í fyrra. vísir/ernir Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira