Með krumlurnar á kafi í krúsinni 7. janúar 2015 07:00 Innanríkisráðherrann, Ólöf Nordal, vill að markaðurinn sjálfur sjái um að verðlagsbreytingar skili sér til neytenda. Miklir hagsmunir eru í húfi. Nánast er ógjörningur fyrir venjulegt fólk, hinn almenna neytanda, að fylgjast með hvort afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts skili sér í vöruverði eða ekki. Neytendur verða að treysta á aðstoð í eftirlitinu. Hana virðist hvergi að fá. Í gærdag var nýjasta frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna upplýsingar um hvenær opið er hjá Neytendasamtökum yfir hátíðarnar. Neytendastofa stendur litlu skár. Eina fréttin frá áramótum sem þar er að finna er um að hjólbarðaverkstæði hafi verið sektað um 50 þúsund krónur vegna verðmerkinga. Alþýðusambandið, sem hefur verið hvað duglegast allra að fylgjast með verði og verðbreytingum, virðist enn í jólafríi. Ekkert hefur verið gert eða skrifað um hvort sambandið hyggist veita aðhald. Innanríkisráðherrann er ekki talsmaður opinbers verðlagseftirlits. Ólöf Nordal segir engar sérstakar aðgerðir eða eftirlit hafa verið skipulagt til að fylgjast með því hvort afnám vörugjalda skili sér í lægra vöruverði. Markaðurinn mun hins vegar sjá um að veita fyrirtækjum aðhald og sjá til þess að þau lækki vöruverð til samræmis við breytingarnar, sagði Ólöf í fréttum Stöðvar 2. Af þessu má ætla að enginn standi vaktina, lítið verði fylgst með hvort þær lækkanir sem verða, skili sér til neytenda að fullu, að hluta eða ekki. Ómögulegt er með öllu að ætla að hver og einn sem hefur tækifæri til, noti það til að hafa rangt við. Að sama skapi er ómögulegt að halda að ekki verði víða reynt að svindla á neytendum nú þegar freistingarnar eru um allt. Á heimasíðu Samtaka verslunar og þjónustu er grein eftir bæði formann samtakanna og framkvæmdastjórann, undir heitinu: „Til hamingju neytendur“. Þar segir meðal annars: „Það er enginn vafi á því að þessi mikla breyting mun hafa jákvæð áhrif fyrir verslunina í heild sinni.“ En er það svo? Þegar hafa verið sagðar fréttir af fólki, sem selur vöru og þjónustu, með krumlurnar á kafi í nammikrúsinni. Ekki vantar skýringarnar; elskan mín, við vorum búnir að lækka fyrir löngu, og þá er átt við fyrir svo löngu að ekki nokkur maður getur sannreynt sannleiksgildið. Vegna þess að fyrirhyggjan var engin, ekki hjá innanríkisráðuneytinu, ekki hjá Neytendastofu, Neytendasamtökunum eða Alþýðusambandinu. Möguleikar neytandans gegn óprúttnu fólki eru engir. Enda segist innanríkisráðherrann vera á móti opinberu eftirliti og segir markaðinn sjá um eftirlitið. Verulega miklir hagsmunir eru undir. Ekki bara hvað varðar vöruverðið sem slíkt, heldur líka afleiðingar þess, lán flestra eru jú bundin verðlagi í landinu og ef allir fara rétt að er vissulega tækifæri til að áhrifin verði sem mest og sem best. Það er mikil áskorun fyrir fjölmiðla að vera á vaktinni. Okkur hefur áður verið sagt að treysta markaðnum og eftirlit hefur verið minnkað eða því hætt. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Miklir hagsmunir eru undir. Þið sem segist vera á vaktinni, munið að jólin eru að baki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Innanríkisráðherrann, Ólöf Nordal, vill að markaðurinn sjálfur sjái um að verðlagsbreytingar skili sér til neytenda. Miklir hagsmunir eru í húfi. Nánast er ógjörningur fyrir venjulegt fólk, hinn almenna neytanda, að fylgjast með hvort afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts skili sér í vöruverði eða ekki. Neytendur verða að treysta á aðstoð í eftirlitinu. Hana virðist hvergi að fá. Í gærdag var nýjasta frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna upplýsingar um hvenær opið er hjá Neytendasamtökum yfir hátíðarnar. Neytendastofa stendur litlu skár. Eina fréttin frá áramótum sem þar er að finna er um að hjólbarðaverkstæði hafi verið sektað um 50 þúsund krónur vegna verðmerkinga. Alþýðusambandið, sem hefur verið hvað duglegast allra að fylgjast með verði og verðbreytingum, virðist enn í jólafríi. Ekkert hefur verið gert eða skrifað um hvort sambandið hyggist veita aðhald. Innanríkisráðherrann er ekki talsmaður opinbers verðlagseftirlits. Ólöf Nordal segir engar sérstakar aðgerðir eða eftirlit hafa verið skipulagt til að fylgjast með því hvort afnám vörugjalda skili sér í lægra vöruverði. Markaðurinn mun hins vegar sjá um að veita fyrirtækjum aðhald og sjá til þess að þau lækki vöruverð til samræmis við breytingarnar, sagði Ólöf í fréttum Stöðvar 2. Af þessu má ætla að enginn standi vaktina, lítið verði fylgst með hvort þær lækkanir sem verða, skili sér til neytenda að fullu, að hluta eða ekki. Ómögulegt er með öllu að ætla að hver og einn sem hefur tækifæri til, noti það til að hafa rangt við. Að sama skapi er ómögulegt að halda að ekki verði víða reynt að svindla á neytendum nú þegar freistingarnar eru um allt. Á heimasíðu Samtaka verslunar og þjónustu er grein eftir bæði formann samtakanna og framkvæmdastjórann, undir heitinu: „Til hamingju neytendur“. Þar segir meðal annars: „Það er enginn vafi á því að þessi mikla breyting mun hafa jákvæð áhrif fyrir verslunina í heild sinni.“ En er það svo? Þegar hafa verið sagðar fréttir af fólki, sem selur vöru og þjónustu, með krumlurnar á kafi í nammikrúsinni. Ekki vantar skýringarnar; elskan mín, við vorum búnir að lækka fyrir löngu, og þá er átt við fyrir svo löngu að ekki nokkur maður getur sannreynt sannleiksgildið. Vegna þess að fyrirhyggjan var engin, ekki hjá innanríkisráðuneytinu, ekki hjá Neytendastofu, Neytendasamtökunum eða Alþýðusambandinu. Möguleikar neytandans gegn óprúttnu fólki eru engir. Enda segist innanríkisráðherrann vera á móti opinberu eftirliti og segir markaðinn sjá um eftirlitið. Verulega miklir hagsmunir eru undir. Ekki bara hvað varðar vöruverðið sem slíkt, heldur líka afleiðingar þess, lán flestra eru jú bundin verðlagi í landinu og ef allir fara rétt að er vissulega tækifæri til að áhrifin verði sem mest og sem best. Það er mikil áskorun fyrir fjölmiðla að vera á vaktinni. Okkur hefur áður verið sagt að treysta markaðnum og eftirlit hefur verið minnkað eða því hætt. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Miklir hagsmunir eru undir. Þið sem segist vera á vaktinni, munið að jólin eru að baki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun