Ósamhverfar verðbreytingar olíu Stjórnarmaðurinn skrifar 7. janúar 2015 09:00 Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira