Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2015 11:41 Björgunarsveitarmenn verða á vaktinni á Eskifirði í dag. Myndir frá Esjari Má Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015 Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015
Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28