Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2015 11:41 Björgunarsveitarmenn verða á vaktinni á Eskifirði í dag. Myndir frá Esjari Má Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015 Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015
Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28