Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og með Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira