Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og með Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira