Englendingar fá miklu færri miða á EM en Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:00 Íslendingar munu örugglega fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira