Bugatti Chiron í góðum félagsskap Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 13:29 Nýi ofurbíll Bugatti, Chiron er greinilega kominn á reynsluakstursstigið og sást um daginn í félagsskap nokkra af mestu ofurbílum heimsins. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hann við prufur ásamt litla bróður sínum, Bugatti Veyron, en einnig Porsche 918 Spyder, Lamborghini Huracán og BMW i8. Reyndar sjást tveir Chiron bílar fara á undan þeim hinum. Hvað þessir bílar eru að gera ásamt þessu kraftatrölli er óljóst, en þarna fer ein merkilegasta hersing bíla sem um getur og ekki vantar fjölda hestaflanna. Bugatti Chiron mun rækilega slá við forvera sínum, Bugatti Veyron, því hann er 1.500 hestöfl, með 1.500 Nm tog og er 2,3 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraðinn er svo litlir 480 km/klst. Bugatti Chiron verður sýndur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, svo það er ekki langt þangað til að almenningur fær að sjá dýrðina með eigin augum. Framleiðsla Bugatti Chiron verður takmörkuð við 500 bíla og nú þegar er búið að leggja inn pantanir fyrir 100 þeirra. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Nýi ofurbíll Bugatti, Chiron er greinilega kominn á reynsluakstursstigið og sást um daginn í félagsskap nokkra af mestu ofurbílum heimsins. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hann við prufur ásamt litla bróður sínum, Bugatti Veyron, en einnig Porsche 918 Spyder, Lamborghini Huracán og BMW i8. Reyndar sjást tveir Chiron bílar fara á undan þeim hinum. Hvað þessir bílar eru að gera ásamt þessu kraftatrölli er óljóst, en þarna fer ein merkilegasta hersing bíla sem um getur og ekki vantar fjölda hestaflanna. Bugatti Chiron mun rækilega slá við forvera sínum, Bugatti Veyron, því hann er 1.500 hestöfl, með 1.500 Nm tog og er 2,3 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraðinn er svo litlir 480 km/klst. Bugatti Chiron verður sýndur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, svo það er ekki langt þangað til að almenningur fær að sjá dýrðina með eigin augum. Framleiðsla Bugatti Chiron verður takmörkuð við 500 bíla og nú þegar er búið að leggja inn pantanir fyrir 100 þeirra.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent