Grunn umræða um geðheilbrigði fanga Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 22. desember 2015 06:00 Enginn af geðsviði Landspítalans hefur verið fenginn í vinnuhóp um geðheilbrigði fanga. vísír/stefán Úrræði vantar fyrir geðsjúka fanga sem dæmdir hafa verið sakhæfir. Þetta hefur skapað erfitt ástand í fangelsum þar sem ekki er hægt að sinna þeim. Þá sér í lagi á Litla- Hrauni þar sem þurft hefur að vista geðsjúka fanga í einangrun.„Við viljum sem starfandi stétt að það verði hægt að skoða vinnubrögð okkar eftir 10-15 ár og segja að þau séu viðunandi. Það má ekki vera þannig að kerfi sem tímir ekki að eyða peningum í þessa málaflokka dæmi svo starfsmennina seinna meir,“ segir Valdimar Sigurður Þórisson, fangavörður á Litla-Hrauni. Hann segir vandamálið m.a. liggja í því að enginn geðlæknir sé að vinna í fangelsinu. Í rúmt ár hefur enginn geðlæknir starfað þar en áður var geðlæknir í 20 prósenta starfi. Reynt hefur verið að auglýsa eftir geðlækni í fangelsið en enginn sótt um. „Þeim er lítið sinnt og það er engin raunhæf áætlun í gangi um hvað eigi að gera við þessa menn þegar þeir eru komnir inn í fangelsin. Ábyrgðinni er varpað á fangelsin. Þetta eru sannarlega veikir menn en dæmdir sakhæfir. Fangelsi eins og Litla-Hraun og önnur eru ekki rétti staðurinn fyrir þá.“ Þegar þessir fangar eru í afplánun getur það þýtt mikið álag fyrir starfsmenn fangelsisins. „Einn maður í svona ástandi getur tekið allar vinnustundir tveggja manna yfir daginn, þá er lítill tími eftir til að sinna hinum.“Geymsla fyrir fólk Þessir fangar eiga oft erfitt með að samlagast öðrum föngum. „Það kemur upp reglulega að það þurfi að einangra menn vegna þess að það er ekki hægt að vista þá með öðrum, þeir funkera ekki í kerfinu. Það er ekki hegðunarvandamál sem slíkt heldur bara veiki þeirra sem gerir það að verkum. Einangrun í fangelsi er ekki rétti vettvangurinn til að lækna.“Veikir fangar láta illa Komið hafa upp tilvik þar sem veikir fangar í einangrun láta illa og hefur það mikil áhrif líka fyrir þá sem eru í nærliggjandi gæsluvarðhaldsklefum. Valdimar telur að finna þurfi varanlega lausn. „Heilbrigðisyfirvöld og fangelsin þurfa að geta unnið meira saman. Það er vilji til þess en úrræðin skortir og fjármagn. Það eru allir í þessu kerfi að reyna að gera sitt besta. Reyna að vinna eins skynsamlega og hægt er í þessum aðstæðum en ég held það sé öllum ljóst að við þurfum betri úrræði,“ segir Valdimar. Upplifun starfsmanna á Litla-Hrauni sé sú að þessir fangar ættu sannarlega að vera vistaðir annars staðar. Enginn viti hvar það eigi að vera. Þess vegna séu þeir í fangelsi. „Það er okkar upplifun á ástandinu að við séum geymsla fyrir fólk sem rúmast ekki í því kerfi sem er til. Það hlýtur að liggja í augum uppi ef hann er ekki meðhöndlaður við því sem hrjáir hann að hann er ekki að koma út betri maður.“Sigurður Páll PálssonUmræðan toppótt og á yfirborðinu „Við höfum heyrt þetta sama í mörg ár. Stærsti vandinn felst í því að fangelsunum er svo þröngur stakkur sniðinn að þau eru ófær um að greina fólk og flokka það í þágu meðferðar, eftir því hvers kyns þjónustu hver og einn þarf á að halda. Þau hafa ekki mannskapinn. Það er ekki svo að allir sem eiga við geðræn vandamál að stríða þurfi innlögn á geðdeild eða að afplána á réttargeðdeild,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á öryggis- og réttargeðdeild Landspítalans. „Þegar talað er um geðveika fanga er það ekki einhver einn hópur þar sem allir þurfa það sama. Það liggur í hlutarins eðli, menn eru með alls konar greiningar, misalvarlegar, í fangelsum.“Neyslan flækir málin Hann segir greiningar taka lengri tíma þegar menn eru að koma úr mikilli neyslu. „Þá þarf að taka það með í reikninginn. Menn geta farið í tilfallandi geðrof vegna neyslu, svo kemur síðar í ljós hvert hið eiginlega ástand er. Ákvarðanir um sakhæfi eða ósakhæfi eru síðan dómstólanna,“ útskýrir hann, Sigurður segir umræðu um geðheilbrigði fanga oft hafa skotið upp kollinum. „Árið 1999 voru til dæmis þrjú sjálfsvíg á Litla-Hrauni. Þá var lagt upp með mikla vinnu í nefndum og ályktun um hvernig skuli taka á þessum málum. En þetta er alltaf toppótt umræða um einn og einn einstakling. Við erum að tala um hundruð einstaklinga sem þurfa á mismikilli þjónustu að halda. Það þarf að átta sig á hver þörfin er í hverju og einu tilviki. Ég stend í þeirri trú að það séu ekki margir á Litla-Hrauni sem þurfi bráðaþjónustu og innlögn. Hins vegar eiga þar mjög margir um sárt að binda, eru í neyslu, að glíma við þungar byrðar vegna þess sem þeir hafa gert. Svo eru aðrir sem við þurfum að útiloka að hafi geðrofssjúkdóma. En það er ekki rétt, eins og manni finnst stundum á umræðunni, að það hafi verið margir slíkir í fangelsunum.“Ekki staðið á geðkerfinuHann segir að ef grunur leiki á að menn séu alvarlega veikir á geði hafi ekki staðið á geðkerfinu. Menn í bráðavanda séu teknir inn á réttargeðdeild úr gæsluvarðhaldi, á sérstökum undanþágum. Til þess þurfi læknir að skrifa upp á. Hann hafi sjálfur gert það nokkrum sinnum. „En það þarf teymi af geðheilbrigðisfólki í vinnu inn í fangelsin. Það vantar alla dýpt í þessa umræðu. Það vantar samfellda stefnu, hvað við viljum gera og hvað þarf. Ég held að allir séu að gera sitt besta en hlutlæg úttekt mun aldrei verða meðan það er ekki einu sinni hægt að splæsa í mannahald til þess að greina vandann. Þar stendur á stjórnvöldum.“ Sigurður Páll furðar sig á þeirri staðreynd að ekki sé búið að ráða geðlækni á Litla-Hraun. „Það er skömm að þessu. Og af hverju eru þarna svona fáir sálfræðingar? Það þarf að byrja á þessari grunnþörf.“María EinisdóttirVísir/ValliVinnuhópur að störfum Samkvæmt innanríkisráðuneytinu starfar nú sérstakur vinnuhópur að geðheilbrigði fanga. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir að ekki hafi verið leitað til fagfólks af geðsviðinu til að taka sæti í hópnum. Í vinnuhópnum sem innanríkisráðuneytið leiðir sitja m.a. tveir frá velferðarráðuneyti, einn frá Fangavarðafélaginu og tveir frá Fangelsismálastofnun. Markmið vinnuhópsins er að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir fanga sem glíma við andlega vanheilsu. „Við teljum afar mikilvægt að efla geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Til þess að það sé hægt þarf að ráða þangað geðlækni og fleira fagfólk. Það kostar, en þeim fjármunum væri mjög vel varið,“ segir María. „Landspítali sinnir föngum eins og öðrum borgurum ef þeir eru í bráðavanda.“Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að skýrslu um fangelsið á Litla-Hrauni að vistun geðsjúks einstaklings í fangelsi kunni að fara nærri því að teljast brot á fyrirmælum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, a.m.k. ef fanga er ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Úrræði vantar fyrir geðsjúka fanga sem dæmdir hafa verið sakhæfir. Þetta hefur skapað erfitt ástand í fangelsum þar sem ekki er hægt að sinna þeim. Þá sér í lagi á Litla- Hrauni þar sem þurft hefur að vista geðsjúka fanga í einangrun.„Við viljum sem starfandi stétt að það verði hægt að skoða vinnubrögð okkar eftir 10-15 ár og segja að þau séu viðunandi. Það má ekki vera þannig að kerfi sem tímir ekki að eyða peningum í þessa málaflokka dæmi svo starfsmennina seinna meir,“ segir Valdimar Sigurður Þórisson, fangavörður á Litla-Hrauni. Hann segir vandamálið m.a. liggja í því að enginn geðlæknir sé að vinna í fangelsinu. Í rúmt ár hefur enginn geðlæknir starfað þar en áður var geðlæknir í 20 prósenta starfi. Reynt hefur verið að auglýsa eftir geðlækni í fangelsið en enginn sótt um. „Þeim er lítið sinnt og það er engin raunhæf áætlun í gangi um hvað eigi að gera við þessa menn þegar þeir eru komnir inn í fangelsin. Ábyrgðinni er varpað á fangelsin. Þetta eru sannarlega veikir menn en dæmdir sakhæfir. Fangelsi eins og Litla-Hraun og önnur eru ekki rétti staðurinn fyrir þá.“ Þegar þessir fangar eru í afplánun getur það þýtt mikið álag fyrir starfsmenn fangelsisins. „Einn maður í svona ástandi getur tekið allar vinnustundir tveggja manna yfir daginn, þá er lítill tími eftir til að sinna hinum.“Geymsla fyrir fólk Þessir fangar eiga oft erfitt með að samlagast öðrum föngum. „Það kemur upp reglulega að það þurfi að einangra menn vegna þess að það er ekki hægt að vista þá með öðrum, þeir funkera ekki í kerfinu. Það er ekki hegðunarvandamál sem slíkt heldur bara veiki þeirra sem gerir það að verkum. Einangrun í fangelsi er ekki rétti vettvangurinn til að lækna.“Veikir fangar láta illa Komið hafa upp tilvik þar sem veikir fangar í einangrun láta illa og hefur það mikil áhrif líka fyrir þá sem eru í nærliggjandi gæsluvarðhaldsklefum. Valdimar telur að finna þurfi varanlega lausn. „Heilbrigðisyfirvöld og fangelsin þurfa að geta unnið meira saman. Það er vilji til þess en úrræðin skortir og fjármagn. Það eru allir í þessu kerfi að reyna að gera sitt besta. Reyna að vinna eins skynsamlega og hægt er í þessum aðstæðum en ég held það sé öllum ljóst að við þurfum betri úrræði,“ segir Valdimar. Upplifun starfsmanna á Litla-Hrauni sé sú að þessir fangar ættu sannarlega að vera vistaðir annars staðar. Enginn viti hvar það eigi að vera. Þess vegna séu þeir í fangelsi. „Það er okkar upplifun á ástandinu að við séum geymsla fyrir fólk sem rúmast ekki í því kerfi sem er til. Það hlýtur að liggja í augum uppi ef hann er ekki meðhöndlaður við því sem hrjáir hann að hann er ekki að koma út betri maður.“Sigurður Páll PálssonUmræðan toppótt og á yfirborðinu „Við höfum heyrt þetta sama í mörg ár. Stærsti vandinn felst í því að fangelsunum er svo þröngur stakkur sniðinn að þau eru ófær um að greina fólk og flokka það í þágu meðferðar, eftir því hvers kyns þjónustu hver og einn þarf á að halda. Þau hafa ekki mannskapinn. Það er ekki svo að allir sem eiga við geðræn vandamál að stríða þurfi innlögn á geðdeild eða að afplána á réttargeðdeild,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á öryggis- og réttargeðdeild Landspítalans. „Þegar talað er um geðveika fanga er það ekki einhver einn hópur þar sem allir þurfa það sama. Það liggur í hlutarins eðli, menn eru með alls konar greiningar, misalvarlegar, í fangelsum.“Neyslan flækir málin Hann segir greiningar taka lengri tíma þegar menn eru að koma úr mikilli neyslu. „Þá þarf að taka það með í reikninginn. Menn geta farið í tilfallandi geðrof vegna neyslu, svo kemur síðar í ljós hvert hið eiginlega ástand er. Ákvarðanir um sakhæfi eða ósakhæfi eru síðan dómstólanna,“ útskýrir hann, Sigurður segir umræðu um geðheilbrigði fanga oft hafa skotið upp kollinum. „Árið 1999 voru til dæmis þrjú sjálfsvíg á Litla-Hrauni. Þá var lagt upp með mikla vinnu í nefndum og ályktun um hvernig skuli taka á þessum málum. En þetta er alltaf toppótt umræða um einn og einn einstakling. Við erum að tala um hundruð einstaklinga sem þurfa á mismikilli þjónustu að halda. Það þarf að átta sig á hver þörfin er í hverju og einu tilviki. Ég stend í þeirri trú að það séu ekki margir á Litla-Hrauni sem þurfi bráðaþjónustu og innlögn. Hins vegar eiga þar mjög margir um sárt að binda, eru í neyslu, að glíma við þungar byrðar vegna þess sem þeir hafa gert. Svo eru aðrir sem við þurfum að útiloka að hafi geðrofssjúkdóma. En það er ekki rétt, eins og manni finnst stundum á umræðunni, að það hafi verið margir slíkir í fangelsunum.“Ekki staðið á geðkerfinuHann segir að ef grunur leiki á að menn séu alvarlega veikir á geði hafi ekki staðið á geðkerfinu. Menn í bráðavanda séu teknir inn á réttargeðdeild úr gæsluvarðhaldi, á sérstökum undanþágum. Til þess þurfi læknir að skrifa upp á. Hann hafi sjálfur gert það nokkrum sinnum. „En það þarf teymi af geðheilbrigðisfólki í vinnu inn í fangelsin. Það vantar alla dýpt í þessa umræðu. Það vantar samfellda stefnu, hvað við viljum gera og hvað þarf. Ég held að allir séu að gera sitt besta en hlutlæg úttekt mun aldrei verða meðan það er ekki einu sinni hægt að splæsa í mannahald til þess að greina vandann. Þar stendur á stjórnvöldum.“ Sigurður Páll furðar sig á þeirri staðreynd að ekki sé búið að ráða geðlækni á Litla-Hraun. „Það er skömm að þessu. Og af hverju eru þarna svona fáir sálfræðingar? Það þarf að byrja á þessari grunnþörf.“María EinisdóttirVísir/ValliVinnuhópur að störfum Samkvæmt innanríkisráðuneytinu starfar nú sérstakur vinnuhópur að geðheilbrigði fanga. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir að ekki hafi verið leitað til fagfólks af geðsviðinu til að taka sæti í hópnum. Í vinnuhópnum sem innanríkisráðuneytið leiðir sitja m.a. tveir frá velferðarráðuneyti, einn frá Fangavarðafélaginu og tveir frá Fangelsismálastofnun. Markmið vinnuhópsins er að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir fanga sem glíma við andlega vanheilsu. „Við teljum afar mikilvægt að efla geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Til þess að það sé hægt þarf að ráða þangað geðlækni og fleira fagfólk. Það kostar, en þeim fjármunum væri mjög vel varið,“ segir María. „Landspítali sinnir föngum eins og öðrum borgurum ef þeir eru í bráðavanda.“Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að skýrslu um fangelsið á Litla-Hrauni að vistun geðsjúks einstaklings í fangelsi kunni að fara nærri því að teljast brot á fyrirmælum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu, a.m.k. ef fanga er ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira